Endurspeiglun? Ég hef verið að hugsa um þetta núna undanfarna daga,
af hverju spila ég Spunaspil?

Fyrir það fyrsta er það nú það augljósasta,sem er skemtanagildið!

Í öðrulagi, þá er ég að lifa drauma sem mig dreymdi í æsku, að berjast við dreka og aðra óvætti,að geta galdrað og að hafa vald yfir öðrum.

Og í þriðja lagi þá er ég að fá útrás fyrir Ímyndunaraflinu mínu!

Ég er nú aðallega að skrifa þessa grein vegna þess að um daginn var ég spurður að því hvort að “svona” spil hefði ekki slæm áhrif á fólk,hvort að þetta væri ekki hættulegt og mann skemmandi.

Mitt svar var eitthvað á þessa leið: Alls ekki,ef að það er eitthvað þá er þetta uppbygjandi og hvetjandi spil!
Málið er að þegar ég var yngri þá gekk mér ekki vel í skóla og ég var þessi þarna týpa þú veist sem var alltaf útundan og var lagður í einelti!
Í mínu tilfelli þá hjápaði D&D mér á margan hátt,sem dæmi þá gat ég set mig inní annan raunveruleika,ég komst í annan félagsskap og eignaðist þar marga góða vini sem höfðu sömu áhugamál og ég!
Ef það hefði ekki gerst þá veit ég ekki hvar ég væri í dag!

Mín staða í dag er mjög góð ég á yndislega fjölskyldu sem er mér allt!
Ég er ekki geðveikur morðingi sem geng um götur borgarinar með hjólsög og hokkí grímu;)

Ég á yndislega dóttir og konu og einn son á leiðinni “Junior”.
Mitt líf er sem sagt á margan hátt betra í dag sökum D&D!!!!!
Ósnotur maður