Aðstæður: Smábær um tveggja daga leið frá höfuðborg Konungsríkisins. Um 5000 manna borg. Lifir aðalega á kornrækt og sauðfjárrækt. Rólegt konungsríki þar sem miklar hetjudáðir voru gerðar fyrir mörgum árum síðan en það hefur ekki verið mikið af vandræðum í langang tíma. Dvergar gera stundum innrásir en það er ekki mikil vandræði frá þeim að hafa. Einstaka vandamál með Hobgoblins en það eru einangruð tilvik. Frekar rólegt landssvæði.

Af hverju þarna? Undir niðri er djöfulegt samsæri marga aðilla. Rólega andrúmsloftið mun hverfa í miklum látum. Stríð, dauði og eyðilegging mun koma í heimsókn.

Hvað geta hetjurnar gert? Allt og ekkert. Í kringum er margt að gerast. Það eru rústir sem hægt er að kanna. Það er hægt að eltast við dverga. Stoppa útbreiðslu Hobgoblins sem eru að verða aftur vandamál. hægt að finna vísbendingar um samsærið og hægt að sleppa þeim algjörlega. Hægt er að blandast í stríð og vera hetjan í þeim efnum og hægt er að horfa á það úr fjarlægð.

Hvernig fer þetta fram? Það verður ekki einn söguþráður ráðandi heldur mun margir þræðir sagna skarast og hægt er að velja ýmsar leiðir. Úr einu ævintýri eru vísbendingar í annað og síðan munu koma ævintýri sem benda á hvort annað.

En hvernig er spileríið? Það verður gefin xp fyrir hvern encounter þannig að þú færð tilfinningu fyrir persónunni. Mjög líklega mun persónan hækka um 3-4 level á hvoru tímabili fyrir sig.

hvaða karakterar eru í boði? Allir munu spila Humans. Það verður einn noblemann, einn rougue, einn fighter, einn wisard, og eitthvað eitt í viðbót. Það verður notað punktakerfið til að ákveða statta. Ef einhver deyr þá verður aukakarakter tekin upp.

Sovereign stone? Heimur sem Larry Elmore kom með og Margret Weis og Tracy Hickman útfærðu hana. Heimur þar sem fáir guðir koma til sögu. galdramenn eru ekki hefðbundnir. Dvergar eru flökkuþjóð ríða á hestum á sléttum heimsálfunnar, álfar hafa samúræja hefðir, orkar eru skipsmenn, sjást sjaldan langt inní landi. pacwea er þjóð sem er mjög lík hobbitum nema hún er næstum útrýmd vegna þess að þeir voru vinsælir sem gæludýr og voru veiddir í þeim tilgangi.

Alignment? Engin. Þú spilar karakter. Ekki hugsjón.

Eru einhverjar húsreglur? Já. Karakterarnir munu fá einn karakter punkt fyrir hvert lvl. Kastað er upp á Hp en ef þú færð minna en helminginn þá máttu kasta aftur (ef fighter fær undir 5 þá má hann kasta aftur).

Eitthvað annað? Þetta mun ekki vera hefðbundið spilamótasession heldur mun tíminn í sessioninu líða hratt. Byrjið að spila karkterana þegar þeir eru 15 og þetta gæti endað þegar þeir eru fimmtugir. þannig að það verður rætt um fjölskyldu, börn, eiginmenn/konur, eignir ofl. Karakterarnir eru ekki bara ævintýramenn sem eru að gera gott þar sem því er þörf. Eru ekki heldur málaliðar.