Hvað er það sem fær mann til að setjast niður og skrifa gott ævintýri?

Hvernig er bezt að undirbúa sig?

Hvað veitir þér innblástur?

Það sem að fær mig til að setjast niður og skrifa er,það
hvað hausinn á mér er fullur af hugmyndum sem að annars færu í vaskin ef að ég setti þær ekki fyrst á blað.
Svo reyni ég að raða þeim samann til að mynda eina heild.

Undirbúningur : Senda konuna eithvert út(til vinkonunar eða að verzla osf).Fá pössun fyrir littlu dömuna(ömmur eru Guðs gjöf).
Smyrja tvær til þrjár brauðsneiðar(helst með kæfu og osti).Poppa fulla skál af poppi.Ná svo í teikni blokkina-2 uppáhalds pennana mína-teninga pokann- hlamma mér niður í stól og svo bara byrja að skrifa.

Innblástur:Það sem veitir mér innblástur, fyrst og fremst er fjölskildan mín!Það er mjög gaman að setja hana í hin og þessi samhengi,mæli eindregið með því.
Svo er líka mjög gott að fara út á leigu (Laugarás video) ná sér í fullt af gömlu góðu efni td.Conan-Legend-Never Ending Story-Lady Hawk-Willow ofl ofl góðar myndir.Svo er nátúrulega heill heimur af allskins bókum sem hægt er að lesa.

Hvað með þig?
Ósnotur maður