Daginn, ég bjó til fyrir nokkru síðan Ask Yggdrasils heimasíðu mér til gamans, og fékk þá hugdettu þegar ég rak augun í ódýra vefhýsingu að henda henni á netið. Ég var að spá hvort það væri til einhver heimasíða sem er fyrirfram “krýnd” sem Askur Yggdrasils heimasíðaN, ef þið skilið hvað ég á við, eða ef af fólk er bara með hugmyndir sínar lyggjandi hingað og þangað. Ég vill líka gjarnan vita hversu mikill áhugi yrði fyrir heimasíðuni. Ég hef íhugað að hafa hluti sem:
- Eft. Houserules
- Nýr búnaður (td. steinar með mátt) og galdrar (yumm)
- Skjöl til aðstoðar við notkun kerfisins (td. uppfærður SM Skjár)
- Q & A's
- Sögur og ævintýri
- Fan-art
- Fleiri foreldrar
- Message Board
Og síðast en ekki síðst: Askur GURPS Campaign Setting - Hvaða bækur þarf maður (GURPS Viking duh :P fleiri?), tweak-ing á galdrareglum, kynþættir, vættartalið, áhrif goða og jafnvel þeirra “stats” osf. Ég myndi gjarnann taka við hugmyndum og gögnum frá áhugamönnum, það er að segja, ef einhver hefur áhuga.

Látið í ykkur heyra - væri nytsamlegt að hafa slíka heimasíðu á netinu? er eitthvað sem þið gjarnan viljið sjá á slíkri heimasíðu sem ekki er nefnt hér?

Ég mun skrifa heimasíðunafnið niður hér þegar hún er stofnuð. Væruð þið líka til í að punkta niður þá staði á netinu með einhverju um Askinn?

Þakka lestrinn, og vonast til að fá svar :)
I'm sorry, did I break your concentration?