Jahérna heyr…

í gær var þetta spil spilað þar sem grúppan okkar frábæra lagði í þennan ofsafenga dreka.

Þeir lögðu af stað frá Dverga-holdinu að dreka lair-inu, en drekinn vissi af þeim því að úr holdinu höfðu nokkur chitinez flúið og látið drekan vita.

Á röltinu eftir að hafa spjalla við dverga revenant-ið, tekur einn eftir hreyfingu beint fyrir ofan þá, áður en hann getur gert félugum sínum almennilega viðvart leggur drekinn af stað, bítur einn leikmannin, klórar og bítur nokkra viðbót áður en hann flýr svo af hólmi. Eftir að hafa leyft þeim að sóa nokkrum potions og dóti.

Þeir halda áfram í góðu fjöri og þegar þeir eru komnir nær bíður drekinn eftir þeim og brosir. Dvergurinn byrjar að froðufella og charge-ar áfram en fellur niður í pit-trap sem drekinn hafði undirbúið.

Drekinn bakkar ögn, grúppan hleypur á eftir honum. Eftir nokkur draconing full attacks þá sendir hann Half-Orc Barbarian-inn niður í -40 og eitthvað. Drekinn er samt vel særður, hann flýgur upp.

Gengið lætur örvar fljúga að honum, og galdrakarlin bombar á hann göldrum. Sumir eyðast upp í Spell-Resistance-inu drekans, aðrir kastast aftur á galdrakarlinn út af Spell-Turning og sumir komast í gegn og særa drekan.

Munkurinn í hópnum lætur drekan ekki sleppa og stekkur upp á bakið á honum og þeir berjast upp í loftinu, en á endanum stekkur munkurinn af og lendir á syllu 120fetum fyrir ofan hina. Sylla hengur fyrir utan inngang inn í helli þar sem drekinn geymir fjársjóðinn sinn. Drekinn ræðst á hann þar, en Munknum tekst að tumble-a fram hjá honum og hoppar fram af. Notar slow-fall hæfileikan sinn til að minnka fallið, en það dugar ekki. Og fallið rotar hann…

Drekinn ýtir þá stein á eftir honum, og hefði drepið munkinn ef Hönd Týrs (Paladinin í hópnum) hefði ekki stökkið í veg fyrir steininn.

Svo ræðst drekinn aftur niður og fer í melee fight við Dverginn (sem hafði klifrað upp úr holunni), Múnkinn og Paladininn…

Eftir hörku orrustu tætir hann dverginn í sundur og leggur svo af stað að galdramanninum og bogamanninum. Murkar líftóruna út bogakallinum á stuttum tíma og galdrakarlinn flýr. Paladinn-inn og Múnkurinn koma á eftir honum en Aoo frá drekanum fellir munkinn.

Hönd Týrs reynir að berjast en drekinn fleygir honum oní holuna sem dvergurinn datt oní til að byrja með.

Galdrakarlin reynir að galdra drekan til bana en var svo felltur niður í stuttu melee-i.

Paladinn rís upp úr holunni sinni með sirka 13hp eftir, stendur andspænis drekanum sem á einungis 3hp. Drekkur potion of true-strike og kastar því í hjarta drekans og fellir hann.

Svo að…

Í bardaganum, dóu permanently Galdrakarlinn og Bablarinn. Allir aðrir fyrir utan Hönd Týrs misstu meðvitund, sumir oftar en einu sinni. Nálægt á annan tug healing potiona voru drukkin, bulls strength, cats grace og enlarge potions voru þömbuð. Og á endanum náðu þeir að sigra.

Sem þótti ofsafenglengt.

Svo að … miskunin var óþarfi þeir unnu. OG ég reyndi skal ég segja ykkur að drepa þá alla.