ég vona að þessi grein verði ekki send inná korkinn því að mig vantar svör.
Ég hef spilað D&D talsvert með vinum mínum. Ég er alltaf sögumaður en kann fremur lítið í því en þó meira en allir hinir vinir mínir. Mig langar bara að vita.
Hversu mikið eiga þau að byrja með í styrk lipurð og öllu því?
Hvað eru hæfileikarnir sem að á að skrifa? ég veit um styrk lipurð skapskyggni líkamsbyggingu þekkingu vitsmuni og aðdráttarafl, fleira ekki.
Kastar maður upp á hvaða vopn maður byrjar með eða ræður sögumaðurinn því bara?
Þarf maður að ákveða hvað allir óvinir eru með í styrk og svoleiðis?
Eiga leikmenn að geta hyrt vopn af öllum óvinum?
Getið þið nefnt mér dæmi um helstu óvini og hversu mikið þeir eru með í lífi og styrk og svoleiðis ég veit bara um orka og drísla?
Hvaða teninga þarf helst í þetta?
Þarf að hafa kort við þetta eða?
Takk rosalega og vona að fá einhver svör.
LollyPolly