Sko ég er búinn að vera að DMa í allnokkur ár og er að kljást við stórt vandamál að mínu mati.

Ég fæ ekki playerana mína til að spila nokkurt roleplay. Þetta eru allt saman power-greedy bilaðir combat sjúklingar.

Núna prófaði ÉG að semja background story fyrir hvern og einn svona til þess að þeir myndu lenda í klandri vegna backgroundsins í future campaigns.
Ég hef prufað að láta þá skila inn backgroundi an það er allt saman frekar gegnumsýrt af power-greed og þeir eru kóngssynir eða valdamannasynir sem eiga fullt af henchmen á bakvið sig eða heilt order af clerics…. eitthvað sem ég verð bara að leggja blátt bann við að menn séu með.

En þessi background stories mín komu að litlu haldi og þeir fundu fljótlega gamla farið… T.d. var elven druidinn í hópnum að disguisa sig sem human og mútaði sér inn í Hillsfar til að finna bróður sinn sem Zentharim hafði kidnappað og sett í arena.
Við erum sko að tala um álf sem er nýkominn úr skóginum og stærsti staðurinn sem hann hafði séð var Shadowdale (uþb 1400 íbúar)!!!

Er pirraður og að sjálfsögðu gef ég xp penalties fyrir svona framkomu. En það virðist ekki skipta máli.

Er einhver með góð ráð?