Búinn að lurka í næstum ár og held að það sé tímabært að fara að leggja eitthvað til málana…

Ég er búinn að DM-a í rúm 7 ár. Ég er búinn að draga spilarana mína gegnum tvö massíf campaign, og annað þeirra endaði meira að segja ekki í algjöru rugli. Ég fæ ekki betur séð að þeim líki mín vinna ágætlega, a.m.k. koma þeir aftur að spilaborðinu í hverri viku. Ég kemst samt ekki hjá þeirri tilfinningu að betur mætti gera hvað varðar undirbúning…

Mig langar að varpa fram spurningum til þeirra DM-a sem þetta áhugamál sækja: Hversu mikill tími fer í undirbúning fyrir hvert session? Hversu mikill söguþráður er saminn fyrir fram og hve mikill spunninn upp á staðnum? Stattið þið NPCs upp fyrir fram eða gerið þið það eftir hendinni?

Ég stend mig oft að því að mæta í session án þess að hafa nokkurn skapaðann hlut tilbúinn fyrir utan einhverjar “bunnies” í hausnum, en það hefur þó virkað furðu vel hingað til. Þess vegna er ég svolítið forvitinn um hvernig þetta er gert annars staðar…