Spunaspils ferill minn

**************************************

Nú hef ég, undirritaður verið að spila spunaspil í u.þ.b 4 ár. Ég ætla að deila með ykkur reynslu minni úr spunaspilinu blessaða og áhrifum þess á líf mitt.

<(>Fyrirfram afsökunarbeiðni fyrir allar stafsetningarvillur<)>

—————————– ———
FERILL MINN
————————————–

Þegar ég var ekki nema sirka 11 ára var ég harður aðdáandi Star Wars myndanna. Ég sankaði að mér flest öllu sem hafði Star Wars merkið á sér og þar má nefna tölvuleiki, myndasögur, bækur o.fl. Það kom þó einu sinni fyrir að ég keypti mér tímarit nokkuð, sem var einmitt tileinkað Star Wars. Þar sá ég auglýsingu fyrir einhverju sem hét “Star Wars Adventure Game”. Mér leist náttúrulega óendanlega vel á þetta og leitaði að þessu niðri í Nexus (sem ég hafði kynnst nokkrum árum áður í gegnum Pokémon æðið) án þess að vita alveg hvað þetta væri. Ég fann pakkann, og áður en ég keypti hann skoðaði ég aftan á hann.

“Star Wars, INVASION OF THEED, Adventure Game”

Þar stóð aftan á skemmtileg lýsing á þessu spili sem ég þekkti lauslega sem RPG (án þess að vita hvað það þýddi). Mér leist mjög vel á þetta, tækifæri til þess að spila allar Star Wars fantasíurnar mínar með vinum mínum var of gott til þess að vera satt.
En það var samt satt.
Eftir að hafa opnað kassann sá ég þar nokkur blöð, tvö þunn hefti, poka með mjög skrítnum tengingum, einhverskonar kort og hart spjald með myndum á. Ég las annað heftið sem nefndist Rulebook lauslega á nokkrum tímum og hringdi síðan í einn vin minn, Rínar. Þegar hann kom valdi hann sér karakter úr nokkrum sem fylgdu með en þar sem hann var bara einn fékk hann að velja tvo. Ég var Gamemaster, þó svo að ég vissi nánast ekki neitt hvað það þýddi né hvað hann gerði. Fyrsta session mitt var hafið og var vægast sagt skemmtilegt, þó að það gengi hægt vegna þess að við vorum alltaf flettandi í reglubókinni. Á endanum boðaði ég hina tvo vini mína, Sindra og Guðjón og við spiluðum fram á rauða nótt.
Þetta var nýtt æði, við vorum alltaf spilandi og spilandi og smám saman jókst skilningur okkar á reglunum til muna. Svo kom að því að við kláruðum ævintýrið sem hafði fylgt með og var það fyrir mér byrjunin á Spunaferli mínum sem Gamemaster. Mörg ótrúleg ævintýri litu dagsins ljós og meira var spilað og spilað. Ég var oftast Gamemaster, eiginlega alltaf en þó fengu vinir mínir að spreyta sig líka og varð t.d til hið ógleymanlega solo-ævintýri um Gullnu Skeiðina.
En mánuðurnir liðu hratt og fljótlega vorum við beinlínis komnir með leið á þessu endalausa Star Wars dóti. Það leið langur tími þangað til við byrjuðum að spila aftur.

Og þá ekki Star Wars.

Í einu afmæli hans Sindra sáum við mynd sem hét því frábæra nafni, Dungeons & Dragons. Myndin fannst mér fín og heillaði þetta concept mig. Ég hafði heyrt að þessi mynd væri byggð á tölvuleik þannig að ég leitaði allsstaðar eftir honum, án nokkurrar lukku. Svo komst ég að því að Dungeons & Dragons væri Spunaspil, mér til ómældrar gleði. Ég fór rakleiðis á netið og leitaði eins og brjálæðingur af heimildum og fann þær á heimasíðu Wizards of the Coast. Ég komst að því að það væri til byrjendapakki fyrir þetta, svipaður og sá pakki sem ég hafði keypt mér fyrir mörgum mánuðum.
Ég kreisti pening útúr blessaðri móður minni og fór rakleiðis beint í Nexus. Ég spurði einn mann þar um þetta fyrirbæri, Dungeons & Dragons og svaraði hann mér með ítarlegri útskýringu á spilinu ásamt því að sýna mér kassa sem líktist svolítið gamla Star Wars kassanum mínum. Ég var sannfærður og keypti kassann, hæstánægður með sjálfan mig og uppgötvun mína.
Ég las reglurnar yfir og komst að því að þær voru ekki svo frábrugðnar gamla Star Wars. Ég boðaði Sindra og Guðjón til mín (Rínar fluttur) og eftir smá svona setup vorum við byrjaðir.
Ég var Dungeon Master (tók mig þónokkurn tíma að venjast þessum nýja titli) enn og aftur og fengu þeir vinir mínir báðir tvo kalla til að stjórna. Þar sem skilningur okkar á reglunum var þónokkuð meiri núna gekk fyrsta session D&D mjög vel. Allt þetta var að smella saman og fundu Sindri og Guðjón sig alveg í hlutverkum sínum. Þetta varð aftur að æði og við spiluðum í marga mánuði og á endanum byrjuðum við aftur að búa til okkar eigin ævintýri. Ég fann mig alveg í hlutverki Dungeon Masters og samdi þónokkur ævintýri.
En þetta var ekki nóg.
Við vissum að þessi kassi var aðeins með smá brot af alvöru reglunum og þráðum við óendanlega að fá aðalreglubækurnar svo að við gætum spilað meira og með meiri möguleikum. Það leið þónokkur tími þangað til fyrsta bókin varð okkar, en eftir að hafa allir slegið saman þá áttum við efni á Players Handbook. Það fylgdi meira að segja geisladiskur með. Þessi bók var þykk, mjög þykk á okkar mælikvarða og tók okkur vænan tíma að ná öllum nýju reglunum og var tímabil þar sem að allt var gersamlega í rugli. En á endanum hafðist þetta, við náðum flestum reglunum, fyrir utan nokkrar sem við einfaldlega NÁÐUM ekki, eins og Attack of Opportunity. Núna var komið smá alvöru fútt í þetta, með fullt af nýjum hæfileikum fleiri nýir galdrar en við réðum við, nú var komið að nokkru sem við höfðum eiginlega aldrei prófað áður.
Að búa til karaktera.
Það fylgdi að vísu diskur með bókinni og notuðum við hann til að búa til okkar kalla. Það tók smá tíma fyrir Sindra og Guðjón að búa til kalla með hæfilega sögu á bakvið sig en á endanum fæddust ódauðlegustu karakterar í sögu okkar Spunaferils.

Asdemis Darkshine
Semaj Gandar

Ef þið viljið meiri upplýsingar um þessa karaktera þá er um að gera að lesa gömlu greinarnar mínar um þá.
En semsagt, karakterarnir voru tilbúnir og núna þurfti ævintýri fyrir þá. Ég bjó til nokkur ævintýri og spann þau saman með sögu þeirra í huga en eitt vantaði. Vondann kall.
Þá fæddist annar ódauðlegur karakter og örugglega veigamesti óvinur í öllum ævintýrum mínum.

Rack af Quelthon

Það má líka lesa um hann annarsstaðar.
En ævintýrið byrjaði og eftir þessa byltingu spiluðum við enn meira og karakternir og heimurinn þróuðust til muna. Semaj bætti við sig meiri sögu smám saman og varð hún meira áhugaverðari með degi hverjum, Asdemis Darkshine nafnið breyttist í Aramíl Líadon auk meiri sögu, Rack varð hataðarðri með degi hverjum og nýir og nýir karakterar fæddust, ber þar helst að nefna uppáhalds NPCinn minn, Zordiec Ford, dularfullur paladin sem vingaðist stundum við Aramíl og Semaj.
Ein mesta byltingin þó varð þegar ég var uppi í sumarbústað, eitt sumarið og gat varla beðið eftir því að komast aftur í það að spila. Ég vann meira af heiminum mínum sem hafði hingað til verið dálítið flatur. Ég bjó til nafn, Hordloz, og teiknaði kort, sem hefur verið haldist nánast óbreytt í gegnum árin.
Ævintýrin urðu nú mikið litríkari en áður og en fleiri karakterar og staðir fæddust.
Nú vorum við búnir að fá bæði DM Guide (sem við köllum Dims gæd) og Monsters Manual þannig að þetta var orðið mjög flott. Við vorum líka farnir að skrifa upp ævintýri áður en við spiluðum þau (ekki mikið gert áður).
Nánast allir degir í lífi mínu voru á þessu tímabili svona:

Skóli
Útí Hagkaup að kaupa kók
Heim að spila fram á nótt
Sofa

Þetta var ótrúlegt tímabil og var alltaf óendanlega skemmtilegt.
En svo gerðist það einn daginn að ég ákvað, að ég vildi gera eitthvað stórt, eitthvað MJÖG stórt ævintýri. Ég fylltist metnaði og byrjaði að sjá fyrir mér söguþráðinn smátt og smátt. Eftir smátíma skýrði ég svo ævintýrið, því vel úthugsaða nafni:

Raging Death

Það tók mig nærri því hálft ár að semja ævintýrið til fullnustu og þar sem ég er algjör fullkomnunaristi þá eyddi ég næstum helmingnum af þessum tíma til að eyða öllum plot holum. Þá var komið að því, að spila ævintýrið.
Ég lét Sindra og Guðjón kasta kallana sína uppá nýtt og leyfði einum nýjum spilara að vera með Jonna. Fyrsta session í Raging Death var það næsta sem ég hef komist að fullkomnum. Algjörlega ótrúlega skemmtilegt. En því miður fór eitthvað úrskeiðis og svo smátíma seinna, þurfti ég að endurskrifa byrjunina, vegna erfiðleika með einn spilara.
Þetta gekk líka vel þó og spiluðum við þetta ævintýri lengi vel og þess má geta að það er ekki ennþá búið (búið að standa yfir í um þrjú ár).
En hlutir fóru að gerast, og vinskapurinn fór smám saman að dvína. Þetta endaði með allsherjar rifrildi (sumir muna kannski eftir því hérna einu sinni á borðaspil) sem endaði með því að við hættum eiginlega að vera vinir. Allt útaf smá miskilningi. Raging Death var eiginlega ónýtt og heimurinn sem ég hafði skapað og elskaði dó eiginlega. Við sættumst, en vinátta okkar hefur aldrei læknast og orðið eins góð og í gamla daga.

Ég sé mikið eftir vinum mínu tveimur, Sindra og Guðjóni, og vildi óska að Spunaspilsferill okkar skildi ekki þurfa að eyðileggjast svona.

Þessi grein er tileinkuð Gauja89 og Sinza. Ég vona að öllum hafi þótt þetta skemmtilegt og endilega sendið þið líka inn greinar um feril ykkar sem Spunarar.


Lengi Lifi Spunaspil…


Webboy