Að skapa heim/bakgrunn Terry Pratchett sagði einu sinni að það fyrsta sem þú þarft að komast að, þegar þú ert að búa til borg í fantasyheimi, er hvernig íbúarnir fá vatn og hvernig skólpið fer út. Einhvern veginn þá finnst mér þetta lýsa því vel grunninum sem roleplayheimur þarf að standa á.

Mikill hluti þessarar greinar er unninn upp úr Arcane greinum en líka hugmyndir frá mér.

Ef þú ert að búa til heim þá er líklega best að taka þér einhvern tíma (daga/vikur) í að sjá fyrir þér heiminn, hugsa hvernig hitt og þetta virkar og skrifa niður hugmyndir sem þú færð, síðan sorterar þú þig í gegnum þær og finnur það sem er gott og hendir hinu.

Mér finnst líklegast að flestir sem eru að búa til sinn eigin heim muni líklega festast í Tolkienskum miðaldafíling einhverjum, sem er ófrumlegt. Það eru til margir aðrir heimar sem hægt er að nota sem fyrirmynd (eða jafnvel láta spilið gerast í); Egyptar á sínu blómaskeiði, samfélög Maya, Inka og Azteka, Kína á ýmsum skeiðum sögunnar og síðan er týpískt að finna sér einhvern heim sem annar hefur búið til og nota hann sem grunn (Matrix til dæmis). Ein áhugaverð hugmynd er að búa til svona alternetive future, heim þar sem heimurinn fór niður aðra skálm sögunnar (Þýskaland vann seinni heimstyrjöldina, það myndi kannski þýða að Japan væri stórveldið í Asíu - Kommonismi náði mun meiri áhrifum - Iðnbyltingin gerðist aldrei - Bretland er ennþá stórveldi).

Grunnatriðið er líklega að hafa bakgrunninn lifandi fyrir þér, skoðaðu heimildir/kvikmyndir/bækur um efni sem tengist því sem þú ætlar að gera og það væri gott að gera lista yfir spurningar sem þú verður að geta svarað.

Hvernig er löggæsla, lög og reglur (mjög mikilvægt miðað við löghlýðni týpískrar roleplay-persónu)?
Hvernig er stjórnarfarið? Eru einhverjar hreyfingar sem berjast um völdin?
Hvernig er samskipti landanna í heiminum?
Hvernig er tæknin?
Hvernig er menntun?
Hvernig eru trúarbrögðin?
Hvernig er stéttaskiptingin?
Hvað hefur gerst merkilegt síðustu hundrað/þúsund/milljón ár?

Það eru örugglega fjölmargar aðrar spurningar sem þú getur spurt þig og þær ættu allar að leiða til þess að þú fáir hugmyndir sem munu nýtast þér í að búa til ævintýri í heiminum.

Mundu að spilarar eru hrifnir af því að spyrja stjórnandann að einhverju sem kemur engu við, reyndu að undirbúa þig fyrir það.

Ef þú sérð ekki fyrir þér heiminn þá munu spilararnir ekki gera það.

En þetta er bara það sem mér datt í hug í fyrstu umferð og ég vona að þið þarna úti komið með hugmyndir og gagnrýni.
<A href="