Hverjum hefur ekki langað að vera njósnari eins og James Bond.
Eiga úr með leyserskera.
Keyra Bmw með skotheldum rúðum, rocketlauncherum og hundrað tökkum inní sem þú veist ekkert hvað gera.
Nú er það hægt(næstum).

Ég keypti mér Spycraft Corebook niðrí nexus um daginn og hef sjaldan komist í kynni við eins skemmtilegt kerfi og umhverfi.
Characterinn sem þú spilar er ofurnjósnari og hefur aðgang að vopnabúri leyniþjónustunnar ásamt ofurspæjaratólum. Svosem
x-ray gleraugum, þotubakpokum, skotheldum skjalatöskum og í rauninni allt sem ykkur gæti dottið í hug sem passar í njósnaramynd.

Stjórnandi spilsins býr þar næst til “ofurskúrk”, ef svo má að orði komast, sem að characterarnir fara á móti.
Svona ofurskúrkar eru oftast með eitthvað rosalegt plan til að taka yfir heiminn og það er undir spilurunum komið að redda málunum.

Spycraft er byggt á “d20” kerfi sem þið gætuð kannast við úr
D&D 3rd edition. Það er mjög auðvelt að læra að stjórna þessu og ennþá auðveldara að læra að spila þetta.

Þetta gengur hinsvegar mun meira út á roleplay og útsjónasemi frekar en hack'n slash. Spilarar nota mun meira af eiginleikum charactersins til að komast úr vandræðum frekar heldur en að reiða sig bara á vopn og háa hitpointa.

Ef að þið eruð orðin þreytt á að spila sama roleplay spilið þá er Spycraft fimm stjörnu tilbreyting sem ég held að öllum unnendum spunaspils á eftir að líka.

Kveðja Bobby
Say goodnight Bobby