Þegar ég sá síðustu grein datt mér í hug Props. (leikmunir)
Nota margir props eða önnur visual aids þegar þeir eru að spila?
Þó svo ég sé lítið fyrir að nota tónlist við spilerí finnst mér ómissandi að hafa einn og einn prop. Það kemur spilinu nær raunveruleikanum. Playerinn er með spjaldið/hnífinn/kjertastjakann í höndunum og getur skoðað hann. Að vísu er best að hafa það aðeins örlítinn part af spilatímanum sem fer í að skoða props. Annars verða þeir senuþjófar.
Einnig finnst mér mjög gott að nota visual aids (Warhammer kalla, Lúdókalla, teninga og flr.) þegar aðstæður verða flóknar eða þegar playerar eru ekkiað átta sig á hvar þeir eru miðað við aðra hluti og það er of mikil hreyfing í gangi til að teikna það upp. Þau gera manni kleyft að útskýra jafnvel ómögulega flóknar aðstæður á nokkrum sekúndum.
kv.