Ég viðurkenni að ég heimsæki ekki wizards heimasíðuna mjög oft, en núna rétt í þessu rakst ég á forsíðuni þar svokallaða “template classes”. Þeir virka þannig að character, með samþykki DMs getur bætti við sig einu template þegar hann er kominn með nægilega mikið XP, þó að DM gæti farið framm á að viðkomandi gangist undir einhversskonar galdraathöfn, eða sé bitinn af varúlf eða svipað.
Fær þá characterinn viðkomandi template(t.d. “vampire” eða “werewolf”) og 1 lvl, í þeim template class.
Mér finnst þetta í flestum tilfellum fáránlegt(þó að undantekningar séu til þar sem þetta getur verið bara helvíti góð hugmynd), ég meina, maður er bitinn af werewolf og fær þá alla hans traits, maður lvl-ar ekkert upp frekar en maður lvl.-ar upp sem “elf” eða “human”.
Mér skilst samt að það sé búið að koma upp svipuðu kerfi í Arcana Unearthed og ætla ég að kynna mér það áður en ég fer að gagnrýna það sérstaklega.

Ég vill benda áhugasömum á:
http://www.wizards.com/default.asp?x=dnd/sp/2003082 4a
http://www.wizards.com/default.asp?x=dnd/sp/2003091 2a

Kæra Kveðja,
Rauðbjörn.