Jæja, eins og flestum spilurum spunaspilsins dýflyssum og dreka, eða Dungeons and Dragons eins og það heitir víst, er ljóst að það er komin ný útgáfa af þessu kerfi, og datt mér í hug að ræða smá um það hér.

Alltílagi, sumir (þam. ég) eru sammála að það var þörf á nokkrum regluleiðréttingum. Það er bara náttúrulegt að sumir eru ósáttari með hina og þessa reglu, og því eru endalausar House-rules í gangi. Alltílagi, ekkert að því. Eina sem hægt er að setja út á það er kannski balance, og samhæfing þegar að td. nýr meðlimur kemur úr einni grúppu yfir í aðra. Það er núþegar búið að gefa út fullt af errata, sem ætti að laga það flest. En gefa Wizards þetta út sem Errata? Nei… Þeir reyna að hamstra meiri og meiri peninga úr fólki. Og afhverju? Ég spyr hins sama…

Er það vegna fjármála?
- Nei, alls ekki. Wizards of the Coast eru núna á grænni grein eftir Pokemon æðið sem þeir stóðu bakvið.
Er það vegna þess að það bráðvantaði nýja útgáfu?
- Heh, það gæti nú varla verið, þar sem að fólk hefur alveg lifað við þessa útgáfu núna síðan 2000.
Eru þeir bara að gera þetta úr góðvild?
- Góðvild My Ass! Þetta er bara markaðsetning, og græðgi!!!

Sannleikurinn er sá að 3.5 (eða 3.r eins og ég kalla það oftar) hefur verið plönuð frá byrjun. Er þeir Jonathan Tweet, Monte Cook og Skip Williams voru að ljúka við 3.0, þá var strax byrjað að ræða um endurútgefninguna. Upprunalega átti það að koma út 2004, en útaf einhverju þurftu þeir að flýta því til 2003. Og hverjar eru niðurstöðurnar? Nokkrar lagfæringar, og örfáar breytingar á reglunum. Og það ekki einu sinni af þeim sem upprunalega sömdu þessa bók. Ef ég man rétt, þá er aðeins einn, eða jafnvel enginn eftir af þessu upprunalega liði ennþá að vinna hjá Wizards.

Og hverju breyttu þeir? Förum bara hægt yfir það. Gnomes eru núna komnir með nýtt favoured class, Bards. Veit ekki hvort það sé slæmt eða ekki, en mér leyst alltaf betur á illusionists :p En allaveganna, þá gáfu þeir líka dwarves eitthern stability bonus… hljómar hálf fáránlega, en síðan fá þeir líka að vera í öllum armors án þess að hægja á þeim… sem er bara unbalancing… þessir tveir bónusar eru nóg til að skjóta þeim lengst upp, og gera þá öflugri en flest önnur races. Ath. skv. þessu með armor-inu, þá mechanically wise eiga þeir að getað tumble-að í heavy armor (tumble: You can dive, roll, somersault, flip and so on. You can't use this skill if your speed has been reduced by armor, excess equipment or loot (dwarves aren't slowed by heavier amror)).

Síðan er búið að breyta Classes þó nokkuð. Ma. er monk kominn með aðeins sveiginlegri abilities, en samt alls ekki nógu (munurinn á milli 2x monks er sama sem enginn á lvl 12). Og Flurry of Blows er orðið mun öflugra, sem gerir þá enn sneggri, og enn öflugri… mér sem fannst þetta class vera nógu öflugt nú þegar. Og ranger fær núna að velja um Two Weapon Fighting eða Archery feat tree. Persónulega finnst mér bara að þeir ættu að fá líka val um sword+shield style, one-handed style, two handed style, osfrv. Ss. fleiri choices (sem er varla erfitt að gera).

Og flest af þessum nýju feats eru bara rusl! Svona hlutir sem gefa +2 í tvo skills… ss. algjör sóun feats!!!

Síðan gerðu þeir hlut sem ég tel algjörlega fáránlegann. Þeir breyttu Trip þannig að það sé Unarmed Touch attack, ss. Attack of Opertunity, með þeim rökum að þetta sé unarmed attack. Alltílagi, það væri fínt, ef þeir myndu ekki segja að það væri _bara_ hægt að sleppa við þetta Attack of Opertunity með því að hafa Improved Trip, eða nota Trip weapon. Stendur hvergi að með Improved Unarmed strike sé hægt að komast framhjá því (og ekki búið að laga það í erratta).

En þetta er ekki al-slæmt…
Eins og áður var sagt, þá er búið að bæta classes til muns. Barbarian er orðinn mjög öflugur, fær Damage Reduction fyrr, og meira af því, Monk fær amk. einhver völ, og Ranger er spilanlegur þar sem að hann fær fullt af öðrum hlutum en bara þessa litlu hluti sem hann fékk seinast. Einnig er búið að gera Rogue og Paladin minna frontloaded, ss. búið að dreifa aðeins meira þeirra abilities.

Einnig má benda á að nokkrir hlutir í combat ganga hraðar fyrir sig. Þeir eru loksins búnir að útskýra meira hvernig og hvenær Attacks of Opertunities eiga sér stað, og hvernig er hægt að komast framhjá því. Og Tumble er núna half speed of the character = 15 fet hjá human, 10 fet hjá halfling, ss. ekki jafn gott fyrir litla character-a að tumble-a og að labba. Nokkur feat er búið að bæta, þám. eru Ambidexterity og Two weapon Fighting eitt feat, TWF. Það var hálfgerð sóun áður að eyða tveimur feat slots í það (flestir tóku sér frekar bara 1 lvl sem Ranger, og gátu því notað það í light armor).

Timestop er líka ekki lengur one-hit-KO… það er aðeins búið að bæla það niður, sömuleiðis Harm, Heal og Haste. Harm er ekki lengur bara 1-hit-KO, heldur gerir mynnir mig 10 per caster level (max 150). Ok, ekki lengur þessi life-saver vs. Dragons, en samt aðeins meira sanngjarnt.

Því miður bældu þeir einnig niður þessa ability boosting galdra, þannig að þeir virka ALLTOF stutt… Kannski að maður House-rule-i það í burtu…

En þetta nýja Damage Reduction fúnkerar mun betur í mig… “meikar meira sense.”

Allaveganna… Í mínum augum, þá eru fullt af góðum og slæmum hlutum í þessarri nýju útgáfu, en maður verður víst að færa sig upp, til að halda uppi með samtímanum, þar sem að núþegar hafa tvær bækur verið gefnar út fyrir 3.r sem ég veit um, Warcraft og Dragonlance campaign setting-in. Persónulega finnst mér þetta hálfgerð sóun á peningum mínum, og landa minna, og ég segi það þrátt fyrir það að hafa keypt þær allar sjálfur. Ég get vel skilið að margir menn (menn = humans) vilja eiga svona bækur sem “hardbacks,” þám. er ég einn af þeim mönnum.

En fyrir ykkur hina sem vilja ekki sóa peningum í þetta frekar í einhverjar góðar bækur eins og Arcana Unearthed, þá getiði skoðað þessa síðu: http://www.wizards.com/D20/article.asp?x=srd35. Þetta er hinn svonefndi SRD, eða System Resorce Document. Engar áhyggjur, þetta er ekkert ólöglegt; Wizards munu ekki getað gert neitt við ykkur, en þetta er víst 3.r alveg eins og hann leggur sig. Allar breytingarnar eru þarna, og allir þessir nýjir hlutir, ókeipis… eina sem þarf er word held ég, og winzip… Og þetta er líka fáránlega lítið… 1,7 mb ef ég man rétt, sem þýðir að jafnvel 56k-arnir þarna úti geta reddað sér þessu.

Allaveganna, fyrir þá sem vilja bara stuttann lista yfir breytingarnar, þá er hann hér: http://www.wizards.com/dnd/files/DnD35_update_book let.zip. Einnig er eitthvað farið í aðrar bækur hér, ma. mynnir mig deities and demigods… en er ekki viss, langt síðan að ég fór yfir þetta.

Allaveganna, þakka fyrir gott og skemmtilegt liðið mót, og óska landsmönnum mínum góðrar skemmtunar við þetta frábæra áhugamál.

ps. afsaka stafs. villurnar… marr er alltaf að bæta sig (eða amk. vonar maður það).