Jæja jæja jæja,

Firsti dagur spilamóts spuna afstaðinn, niðurstaða dagsins. Mikið brosað og mikið hlegið, mikið drepist eftir því sem ég heyri líka. Allir yfirgáfu svæðið um og upp úr hálf níu. Allir sem ég ræddi við skemmtu sér konunglega og voru nokkuð sáttir við afreksturinn.

Annars verð ég að taka fram að ég er mjög ósáttur. Ósáttur við ykkur lesendur góðir, það er þessa sem ekki mættu. Jú jú, margar ástæður geta legið fyrir að mæta ekki, allt frá peningaleysi til að frá ekki frí frá vinnu, við ykkur sem undir þessu sitja hef ég eitt að segja, vondandi næst.

Annars er það “restinn” þessir sem einfaldlega nenntu ekki, eða héldu að það væri ekkert vit í að borga sig inn. Ég heyrði einn dásama kerfi sem hann hafði aldrei svo mikið sem heyrt um áður. Mínir spilarar virtust sáttir, þrátt fyrir að ævintýrið hafi sufferað af skorti af spilurum.
Það var sorglegt að sjá listan hjá Varg, 3 borð sem duttu út vegna ónægra spilara eða tengdra vandamála. Ég hefði ekki fengið einn einasta spilara ef ekki hefði verið fyrir að werewolf stjórnandinn forfallaðist.

Minnst var hinsvegar á að ekki hafi fréttir um mótið borist eins vítt og haldarar héldu. Því verður örruglega kippt í liðinn næst. Annars ætla ég eindregið að mæla með að allir þeir sem mættu tjái sig um þeirra álit og endilega koma með hugmyndir um hvað, ef eitthvað, mætti betur gera.

Það var gaman að sjá svona stóran hóp spilara saman kominn til að skemmta sér saman, hefði viljað hafa fleirri en þetta er bara ágætis byrjun.

Ég alla vega hlakka til morgundagsins og get varla beðið þess að ná að víkka sjóndeildar hring þótt það væri ekki nema eins spilara. Því það er jú þar sem maður byrjar, á einu í einu.

Tves - Siggi