Ég hef lengi verið mikill áðdáandi Dragonlance. Ég las allar bækurnar sem komu út í sambandi við hann og skemmti mér mjög vel. Ég stjórnaði meira að segja Chronicles ævintýrunum og var ekki að fíla það mjög vel vegna hack´and slash partunum í þeim. En það var gaman að sjá alla þessa karektera- sturm, Tanis, Caramon, Raistlin, Tas, Flint ofl.

En ætli það hafi ekki verið gallin við Dragonlance. Hann var svo bundinn í þessum karakterum að það var varla hægt að gera neitt annað. Allar bækurnar fjölluðu um þessa karektera, nema kannski reglubækurnar. Annars voru þetta sögur, ljóð, söngvar, ofl. Heimurinn var ekki nógu góður til þess að spila í honum. Síðan seinna meir þá áttuðu þeir sig á þessu og breyttu heiminum. The Chaos war. Allir guðirnir hurfu og þetta var öld mannana.

En spilinn voru ekki að virka. Allir sem ég þekkti sögðu strax að þetta væri ómögulegt. Voru með helling af fordómum sem var ekkert hægt að berjast við. Þannig að heimurinn er hægt og rólega búið að leggjast af.

það á ekki að breyta heiminum í d&d. Þannig er það nú. En ég mundi mæla með að líta á bækurnar sem voru gefnar út með saga reglunum. Palanthas bókinn er t.d vel unnin og nokkuð góð.

Ég mun sakna heimsins. En kannski ekki útaf því að það var gaman að spila í honum heldur vegna þess að það var gaman að lesa um hann. Öruglega einn best söguheimurinn.

Siva