Það er skemmtileg grein í Storytellers Handbook (örugglega 1st ed) af Vampire eftir Mark Rein-Hagen (sem er upphaflegi höfundur V:TM).

Í þessarri grein segir hann frá því einu fyrsta ævintýrinu sem hann samdi sjálfur og stjórnaði, þeir sem voru að spila með honum voru fjölskyldan hans, þar á meðal pabbi hans (sem er/var prestur hef ég heyrt). Í ævintýrinu áttu spilararnir að brjótast inn í neðjansjávarhelli og finna eitthvað, í leiðinni áttu þeir að finna spæjarann James Bond sem var fangi þar og bjarga honum. Í staðinn þá náði pabbi Marks að búa til aðra áætlun, allir syntu að innganginum með sprengiefni, sprengdu það þannig að það flæddi inn í hellinn og allir drukknuðu (þar á meðal James Bond) og kláruðu ævintýrið á 10 mínútum.

Ég veit ekki hvort allir hafi svipaðar sögur að segja, ég veit að ég á eina slíka. Og hér er hún:

Persónurnar voru að flakka um ævintýraheim og komu í land þar sem einhvers konar illgjarnir risar réðu ríkjum og höfðu hrakið mennina í burt frá einhverjum bæ sem þeir bjuggu í. Það sem ég ætlaðist til að spilarnir gerðu var að fara þarna og hjálpa mönnunum að sigra risana með klækjum, finna leynigöng og svoleiðis, en það fór ekki svo. Ein persónan var með einhvern samngingerðarhæfileika og náði að semja frið milli stríðandi fylkinga áður en ég gat áttað mig á neinu, allt innan reglanna en ævintýrið var búið um leið.

Núna er ég reyndari og mér dettur í hug ótal leiðir til að redda þessu, til dæmis hefði ég getað komið á fundi þar sem persónan var að reyna að friða menn og risa og látið síðan risana drepa einhvern háttsáttan/virtan/dáðan/góðan mann og ýtt þessu aftur á réttan kjöl.
<A href="