Það hefur borið á nokkurri endurhvörf til “Eru spunaspil fíkn?” umræðunnar. Að vísu hefur það aldrei gengið svo langt að maður heyri “spunaspil eyðilögðu líf mitt!”, en í grein hérna á undan er dálítið af fólki sem telur spilin hafa grafið verlega undan námsárangri sínum. Sumir minna mig jafnvel á fyrrverandi eiturlyfja-neytendur, þegar þeir tilkynna kokhraustir að þeir “sjái ekki eftir neinu”.
Og þarsem að þetta er frekar opinber umfjöllun, og hingað geta villst inn persónur, sem sumar hverjar hafa litla raunverulega þekkingu á spilunum sem slíkum. Fólk sem læti sér mögulega detta í hug að spunaspil væru vissulega vítahringur ánetjunnar, sjálfsvirðingartaps og trúspillingar. Svona eins og tölvuleikir og klámnetið.
Og með þessari grein ætlaði ég að reyna að minnka líkurnar á þessari niðurstöðu. Spunaspil er leikur, svona sjálfstætt framhald af barnahlutverkaleikjunum þegar maður var hermaður eða bófi eða lögga. Ætli ég hafi ekki verið svona tíu ára, nýkominn í gegnum Föruneyti Hringsins, þegar ég fór út með að veiða orka með trésverði í Borgarholtinu. Öll heilbrigð börn stunda leiki af þessu tagi, til að þjálfa sig í komandi hlutverkum og samskiptum við aðra, stelpur í dúkkuleik sennilega besta dæmið. Þessir leikir eiga án efa stórann þátt í þroska ungmenna, og eru þeim eðlilegir, og er skemmst að minnast vinsældum tölvuleiksins “Sims” sem gerir útá þetta þroskaferli.
En tölvuleikir hafa ekki þá kosti sem fylgja spunaspilum. Í tölvuleikjum fær samskipta-hæfnin litla sem enga æfingu og getur það hefnt sín síðar á lífsleiðinni. Enn fremur er ýmindunaraflið algjörlega sniðgengið með tölvuleikjum, þó það hljóti að teljast til verðmætustu eiginleika mannsins. Svipað gildir um sjónvarpið, en það er þó sýnu verra, að því leyti að það felur í sér algjöra mötun, og núll aktívitet.
Þetta einkunna-kerfi er þó að sjálfsögðu ekki algilt, því þá ku vera að finna, sem sjá hag sinn í því að sem minnst sé um sjálfstæðar ákvarðanatökur, hugmyndaflug og samlyndi manna á milli.

Af þessum orsökum eru spunaspil með því hollasta sem fólk tekur sér fyrir hendur á föstu og laugardagskvöldum, öfugt við t.a.m. tölvuleiki og flest sjónvarpsgláp, svona samfélagslega séð. Og lesendur geta áræðanlega fært sér í hugarlund hverskonar aktívitet fær lægsta einkunn samkvæmt þeirri skilgreiningu
Þar með er ég ekki að segja að hverri frjálsri stund sem menn hafa sé best varið í spunaspil. ..Hófi. Allt er best..
Spunaspil geta síðan haldið áfram að vera áhugamál eftir að komið er á fullorðins aldur, svona eins og bókmenntir og leiklist, sem þau eru reyndar hálfgerð blanda af.
Spunaspilum má ekki rugla saman við fantasíu almennt, og er hætt við að margir skreyttu vinnubækurnar sínar með vopnum úr fantasíubókmenntum, tölvuleikjum og sjónvarpsmyndum, jafnvel þótt spunaspil hefðu aldrei komið til.
Höfundur hefur t.d. alltaf stundað slíkt, jafnt áður en ég byrjaði að rólpleyja sem og eftir.

Inntakið er semsagt eins og í síðustu anti-spunaspil=fíkn grein, það má eyðileggja líf sitt með hverju sem er, en með spunaspilum eru hvað minnstar líkur á að ætlunarverkið takist. Og hvort sem það tekst eða ekki stendur viðkomandi uppi með aukin þroska a.m.k. á sviði ýmindarafls, samskipta, leiklistar, tungumáls, almennrar þekkingar og svo eðlisfræði (teningaspil eingöngu)

Annars, game on með góðri samvisku, og megi öll ykkar hitt vera kritt.