Ef þú hefur ekki klárað Baldur´s Gate II Shadows Of Amn, EKKI, endurtek; EKKI HALDA ÁFRAM AÐ LESA! Það gæti mögulega eyðilagt stóran hluta af leikreynslunni fyrir þér! (fékk að kynnast því þegar ég vissi fyrirfram að sálfræðingurinn var dauður í “The Sixth Sense”) (ef ég hef eiðilagt eitthvað fyrir einhverjum með þessari setningu, þá er mér nokk sléttsaman, það er nokkurnvegin skilda að ver búinn að taka þessa spólu, eða fara í Bíó á hana.)




Ok, nóg um formsatriðin…

Kæru aðdáendur Baldur´s Gate 1 og 2.

Í um 1 ár hef ég spilað Baldur´s Gate, og hef vægast sagt dregist dýpra og dýpra ofaní þenna hyl sem veröld leiksins er. Baráttan við að koma ýmsum óvinum fyrir kattarnef með ýmsum bardaga aðferðum og tilraunum til að drepa þá á sem fjölbreytilegasta hátt er merkilega skemmtilegt. Magnað!. Baldur´s Gate átti hug minn allan í langan tíma.

Síðan kom Baldur´s Gate II, Shadows of Amn….

Ég fékk leikin hraðsendann til mín frá Ameríku. Kostaði mig bara 10.000þkr, en það VAR þess virði. (+ Bonus CD to, ya know) Fékk hann held ég 3 eða 4 dögum á undan búðunum hérna.

Ég fékk hroll þegar ég sá hvar ég var staddur í byrjun leiksins. Umhverfið, hljóðin, snilldar grafík, og sá sem talaði inná Jon Irenicus fær 10 frá mér fyrir magnaða, glæsilega tjáningu fyrir þenna fallna álf. Ég fékk samúð með honum í endanum.
Eitthvað sem virkilega heltók mig í leiknum þó; Meðlimir hópsins, Imoen og fleiri, voru að tjá sig eitthvað við mig, tala um tilfinnigar, hvað þeim fannst osfrv, eitthvað sem ég bjóst EKKI við; var ekki vanur því úr BG1. Sérstaklega hafði þetta áhrif á mig þegar en þegar ég þurfti að drepa eina persónuna sem Gilgalad var ástfanginn af (persónan mín), þá fannst mér það virkilega ömurleg lífsreynsla… Ég var virkilega búinn að mynda eitthvað tilfinningasamband við persónuna í tölvunni(!!!) And that CAN´T be normal!

Ég pældi í þessu í langan tíma, og; Fjandinn hafi það hvað ég slátraði Vampírutíkinni… Had her black heart on a stick!

Og tók mér síðan hlé… (þurfti held ég á því að halda, til að halda geðheilsunni…)

Búinn með leikinn núna 3svar, alltaf gaman að testa þetta fram og til baka… Netrual Good, Netrual Evil, Chaotic Evil and so on, and so far…


Kveðjur…
[Ç]osmo

P.S.
Sendum nú endilega beiðni um að Baldur´s Gate verði gert að áhugamáli… svona, eitthvað um 10 til 15 sinnum á dag í eftirfarandi veffang: hugi.is@simnet.is