Loksins loksins!

IceQueen og HÁMA ætla að halda Spunaspilsmót á Akureyri 15. og 16. febrúar, nánar tiltekið í Sjálfstæðissalnum í Kaupangi þar sem finna má veitingahús, matvörubúð og blómabúð innan 100 metra ;)

Nú mun skráning stjórnenda hefjast og svona á að gera:

Stjórnandi sendir inn eftirfarandi upplýsingar á a6ydevil@simnet.is :
Nafn, aldur, netfang.
Reykir/Reykir ekki.
Kerfi (tegund spils)
Aldurstakmark (ef einhvað er).

Frestur til skráningar er til 1. febrúar. en þá munum við byrja að skrá spilendur.'

Mótið mun vera 15-16 feb og spilað verður í 2 lotum: 10-22 hvorn daginn. Stjórnendur skulu koma með fyrirfram gerða charactera fyrir 5 spilendur.

Nokkurnvegin sömu reglur gilda fyrir þetta mót og Fáfnismótið en þær verða settar upp auk annars efnis á http://www.simnet.is/a6ydevil/mot/

Keðja
IceQueen (Rósa Dögg)
og
Formaður HÁMA (Jóhann Björn)

P.S. Þótt mótið verði haldið í sal sjálfstæðis manna er ekki um neina pólitíska yfirlísingu að ræða hér ;)