Hvað verður um spunaspil. Nú er svo komið að færri og færri strákar eru að spila þetta. Þetta átti sína blómatíð í krimgum 1990 hérna á Íslandi. Þá voru haldin spilamót, larp var að komast á skrið og það fóru æ fleiri aðilar að flytja inn bækur. Thorstone (eða Steini eins og hann var kallaður í mínum vina hóp) var með kjallarann sinn. Fáfnir var með búðin þar sem sólbaðstofann var. En síðan fór að halla undan fæti spunaspilsins. Spilamótin urðu að tindátaleikjum og menn fóru að spila vist (trade cards) fram eftir nóttu. ‘I dag eru spilabækur seldar á tveimu stöðum Nexus og bókabúðinni Hlemmi (ég heyrði það að Steini væri hættur). Er eitthvað eftir? Það hefur verið sagt að með komu d&d 3d þá komi ný tími. Mér leifist að efast um það. Það eru svo margir valmöguleikar að fólk nennir varla að sinna þessu, koma sér í allar reglurnar og hugsanaganginn sem fylgir þessu. Er þetta að deyja út? Já ætli það ekki, ég hef oft sagt að ég mun spila á Elliheimilinu en það verður auðvitað spurning hvort einhver mun spila með mér. Jæja það mun koma í ljós. Er ég kannski of svartsýnn? Hverjum er sama? ’Eg er farin að spila….. sem fyrst.