Vefsíða fyrir heimareglur (house rules) með útkomu d&d3e þá urðu margar reglur kerfissins gáfulegri (ac, thac0, skills…) og einfaldari og þægilegri í notkun, eitt af því sem breyttist sama og ekki neitt var aftur á móti galdrakerfið. Minni háttar breytingar voru gerðar í tengslum við spell resistance og eilítlar breytingar í hönnun á fjarlægðum og svæðisáhrifum. allt í allt = engin bylting fyrir galdramanninn í hinum gleymdu heimum.

svo kom epic level handbook (handbók ofurmenna) út og kynnti til sögunnar nýtt galdrakerfi fyrir þá sem eru engir aukvisar í hinum duldu öflum galdranna. meginhugmyndin byggist á “seeds” eða fræum sem segja má að vaxi síðan í það að vera fullmótaðir galdrar. Hægt er að erfðabreyta þessum seeds með því að blanda tegundunum saman og fá þannig út galdur sem ber einkenni allra þeirra fræa sem til var sáð.

persónulega finnst mér að fræ þessi geti verið afturvirk, það er að segja að hinn venjulegi jón galdrakarl sem og galdra-loftur geti nýtt sér þessi fræ í sína aumingjalegustu galdra. vandamálið er yfirleitt: Venjan.

auðvitað er ekkert mál að setja upp einhverjar heimareglur fyrir sig og sinn spilahóp en í flóknu umhverfi undarlegra reglna er erfiðara að hanna þær heimareglur sem allir sætta sig við og vilja halda utan um. Vandamálið við heimareglur er að halda utan um þær jafnframt því að hafa þær aðgengilegar (vinur minn kenndi mér að það er ekki hægt að muna allt ;o) ). á maður að halda úti vefsíðu þar sem reglurnar eru aðgengilegar? kemur það til með að hjálpa mér þegar ég er að spila? líklega ekki, vegna þess að allir verða að hafa jafnan aðgang að gögnunum á meðan spilinu stendur og því miður eru fartölvur enn svokallaður lúxus en ekki sjálfsagt hjálpartæki hvers spilara fyrir sig. Verð ég ekki að prenta þessar heimareglur einhvern vegin út og viðhalda einhversskonar “bók” fyrir hvern spilara? þá kemur auðvitað upp vandamálið við samræmingu á grunnreglum og heimareglum, höfuðverkurinn við að útskýra í hvert sinn sem nýr spilari bætist við hvað er í gangi og hvernig allt virkar hérna og svo að lokum eru vandamál með uppfærslu á reglunum (prenta allt út aftur og dreifa þó auðvitað sé hægt að viðhalda möppu og skipta út einni og einni blaðsíðu í staðinn fyrir allri bókinni, nokkuð sem ég skil ekki af hverju er ekki útbreidd aðferð meðal stafsetningavillufyrirtækja eins og wizards of the coast!!!).

allavega!

ég hef ágætis aðstöðu hérna hjá mér til þess að hýsa heimareglur á vef, og ef einhver vill nýta sér þá aðstöðu sem ég hef þá þarf hann/hún ekki annað en að hafa samband við mig. Hvort ég fer í þá framkvæmd að halda úti (ekki mikil vinna) heimaregluvef fyrir íslenska spunaspilssamfélagið fer eftir þeim undirtektum sem ég fæ frá fólki.

HVERNIG ég kem til með að framkvæma þessa hugmynd fer einnig eftir aðstæðum. í augnablikinu myndi ég til dæmis sjá um að uploada skrám eða setja inn texta í stað þess að gefa fólki einhvern vefaðgang til þess…þannig þyrfti fólk bara að senda mér vef eða vefslóð sem ég myndi bæta við sem svæði eða tengli á þessarri vefsíðu minni (http://rip.hugvit.is/spunaspil), vinsamlega ath. að þessi síða er ekki komin í loftið, en eins og ég sagði áður…það fer eftir undirtektum hvort ég legg út í þessa vinnu.

ég legg því hér með fram mína þjónustu, fyrir þá sem vilja…allt með hag spunaspila fyrir hendi.

bj0rn - ósýnilegi maðurinn í fáfni(held ég)…