Núna nýverið kom út bókin: “The book of Vile Darkness” og er það vel. Ég mun líklegast ekki fjárfesta í henni sjálfur en er alveg “ligeglad” með að hún kom út. Í henni eru víst reglur um illa galdra, pyntingaraðferðir og fleira í þeim dúr.

Samfara henni var sett “vile” efni í Dragon 300.

Viðbrögðin við þessu efni í Dragon samkvæmt bréfum til blaðsins voru æði misjöfn. Sumir sögðu upp áskrift en aðrir voru ánægðir með það að blaðið skyldi þora þessu og væri þannig að þroskast sem miðill.

Nú vita flestir að Dragon er einskonar flaggskip “spunaspilsblaða”. Það er nánast það eina sem nálgast má um spunaspil á almennum bóka eða blaðasölustöðum a.m.k. erlendis. Það má færa rök fyrir því að Dragon sé andlit spunaspila gagnvart almenningi. Því þurfi Dragon að passa sig meir en t.d. Whitewolf sem eru þekktir fyrir myrkt (og gott) efni.

Spunaspil áttu verulega undir högg að sækja fyrir svona 15 árum vegna morðmála og fleira sem voru tengd D&D. Það voru jafnvel stofnuð samtök gegn þeim og sumstaðar setti kirkjan sig á móti þessari iðkan.

Þess vegna er skiljanlegt að fólk sé sárt að eftir það vann hart að því að sannfæra fólk um að spunaspil væru ekki ill lagði Dragon beinlínis upp í hendurnar á þessum aðilum, sem öðru vilja halda fram, öflug vopn til þess að sannfæra almenning.

Nú spyr ég ekki hvort Dragon hafi rétt til þess að senda hvaða efni sem þeir vilja frá sér eða hvort áhrif spunaspila til ills eða góðs eru til staðar eða ekki.

Finnst ykkur hinsvegar þetta hafa verið viturleg ákvörðun gagnvart samfélagi spunaspilara, sem gætu þurft að líða meiri ofsóknir ? Munu svona hlutir draga úr nýliðun og þar með sölu á spunaspilum (sérstaklega á stærsta markaðinum - Bandaríkjunum) ?

Gleðilegt ár.