Ætli það sé ekki best að reyna að fá smá líf í umræður hér á Spunaspilum á ný.

Mig langar að forvitnast um hvort einhver ykkar hafi tekið sig til og hannað ykkar eigin kerfi. Ég sá að það voru nokkrir hugarar að ræða á korkinum fyrir skömmu um að búa til nýtt spil í kringum teiknimyndasögu, og var þeim bent á að byggja frekar heiminn sjálfan, en byggja á útgefnu reglukerfi. Það er vissulega viturlegra, en mér finnst samt ákveðinn sjarmur yfir því að byggja þetta sjálfur alveg frá grunni, og láta kerfið þjóna heiminum, sem ég tel að í sumum tilfellum sé alveg nauðsynlegt.

Sjálfur bardúsaði ég við að búa til spil fyrir örfáum misserum síðan, þar sem sögusviðið var Post-Apocalyptic Earth í anda Fallout tölvuleiksins. Í það skiptið tók ég þá stefnu að skrifa mitt eigið kerfi til að nýta heiminn sem best. Þó ég hafi aldrei klárað verkið komu þar upp nokkrar frumlegar (held ég) hugmyndir sem ég hef getað nýtt mér síðan.

Látið í ykkur heyra leikhönnuðir!

Kveðja,
v a r g u r
Spunaspil Administrato
(\_/)