Já mig langaði bara að lesa eitthvað um svona skáldskap og trúarlegar verur í kvöld…… getiði hvað ég fann síðu sem stóð undir að væri um djöfla og goðsagnaverur. Jæja ég fer þar inn og sé einhverja gríðarlega langa grein um Halloween, ég les smá og gefts upp eftir andartak. Þá rek ég augun í eitthvað þarna uppi sem stendur á “RPG and Satanist”, eða eitthvað því um líkt.
Ég smelli á það og sýp af bragðgóðu pepsi í leiðinni, textinn er gríðarlega langur og virðist óspennandi. Ég les fyrstu setningaranar sem fjalla um komu Fantasíu leikjanna (RPG), eða the original D&D. Það er fínt að lesa um þetta og einhvern mann sem gerði alveg helling af systemum og adventurum, en…. svo kemur þetta skrýtna þessi grein fjallar um konu sem stofnaði félag “Bad About Dungeons And Dragons (BADD)” útaf því að hún heldur að sonur sinn hafið gengið í satanista gélag eftir að hafa spilað D&D og fleiri ‘system’, hann drap sig eftir nokkurn tíma og var hann orðinn gersamlega út úr heiminum að sögn konunnar. Hér er einnig fjallað um margt fleira, þ.e.a.s bréf frá konunni um hvað eigi að spyrja börnin ef þau spila D&D (til að fatta hvort þau eru satanistar). Einnig er fjallað um einhverja bók sem einhver geðveikur Arabi skrifaði (RPG stuff), sem fjallaði um einhverja guði og verk þeirra. Átti sú ágæta bók að vera skrifuð á mannsskinn og skrifað með blóði úr manni.

Allavega þetta er stórundarleg grein……have fun (ef þið nennið)!

http://www.locksley.com/6696/rpgsatan.htm


p.s. Gaurinn sem skrifaði þetta skapaði meðal annars hið fræga Wasteland system (söguna), sem hinn frábæri leikur Fallout1(og 2) er byggður á!
Stranger things have happened