Ég verð að segja, ég hef spilað ýmislegt í gegnum tíðinna, LARP og RPG(já ég lék mér líka með He-Man kalla í den(Stratos rúlar)) en ég get ekki á nokkurn hátt ímyndað mér hvernig Free-Form Roleplaying virkar, það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig þetta fer fram.
Hvernig resolvar maður vafamál?
Hver stjórnar/skýrir frá atburðarrásinni?
Hvernig forðast maður:
Spilari 1:“BANG, þú ert dauður”
Spilari 2:“Nei, þú hittir ekki”/“Nei, ég er í skotheldu vesti”/“Skiptir ekki máli, ég er með lifnipillu nanosurgeraða í lifrina á mér og vakna aftur til lífsins nífalt sterkari” o.s.fr.
(með fullri virðingu fyrir FFRPG-spilurum;D)
Hvað er eiginlega í gangi yfirleitt?
Veit þetta einhver?

Ps.Ég las greinina eftir flamer frá 2/11'00 en er engu nær.
Mér er næst að spyrja:“Hvernig vinnur maður” >)

(og ég sem hélt að ég væri rólpleynörd)

gz.
_________________