Núna erum við vinirnir nýbyrjaðir að spila D&D og það er bara asskoti gaman.
Það er samt eitt vandamál. Við virðumst aldrei geta klárað neitt campaign. Það er alltaf eitthvað vandamál eins og við festumst í því að gera einhver mini quest í towninum eða festumst í einhverjum leiðinda smáatriðum sem gera DMinn alveg klikkaðan. Svo ef við klárum ekki campaignið á einni nóttu/degi þá fær alltaf einn okkar leið á campaigninu. Þannig að þegar við veljum dm þá nennir hann sjaldnast að vanda sig því hann veit að við eigum littla von um það að klára sköpunarverk hans
Svo núna spyrjum við ykkur meiri reyndu spilarana hvernig fer maður að því að klára heilt campaign. Drífið þið ykkur bara og gerið söguna eða spilið þið það á mörgum dögum