Veit að þetta eru old news en langaði bara að búa til kork hér um hvað ég er ógeðslega fúl út í CBS fyrir að hætta með Cold Case! Ég sá það á netinu fyrir löngu síðan og er bara ekki ennþá að trúa því. Þeir eru semsagt að spara eða e-ð og eru að hætta með fullt af þáttum. Cold Case sem Stöð 2 hefur sýnt frá byrjun, er núna að enda eftir 7 seríur. Það þýðir að við sjáum ekki meira að Cold Case því við vorum svo stutt á eftir svo það er búið að sýna 7.seríu á Stöð 2. Það verður engin 8.sería! Ég elska Cold Case og ég er bara rosa fúl! Fyrir utan að þau létu einu sinni ekki Lilly og Scotty enda saman sem allir voru að bíða eftir! Maður hélt nú að þau myndu láta þau enda saman allavega í lokaþættinum. En nei, hún bjargaði bara systur sinni og uppgötvaði að hún átti barn og Scotty keyrði þær heim og svo bara búið.

Hvað finnst ykkur um þetta?