Fyrir nokkrum árum sá ég þátt á Rúv eða Stöð 2. Ég get ómögulega munað hvaða þáttur þetta var en þetta var eitthvað sem tengdist horfnum manneskjum held ég. Þátturinn sem ég er að hugsa um var frekar ógeðslegur en mig langar samt að muna hvaða þáttaröð þetta var.

Þetta var þannig að einhver stelpa hvarf, held ég og lögreglan fór að skoða í tölvuna hennar. Þá kom í ljós að hún átti þrjár vinkonur á einhverri spjallrás og var búin að ákveða að hitta þær. Þegar þau fara að skoða þessar stelpur betur kemur í ljós að þetta er allt einn og sami maðurinn sem er að þykjast vera þrjár ólíkar stelpur. Svo man ég ekki alveg hvað gerðist eftir það en allavega var sýnt í húsið hjá þessum manni og einhverri stelpu sem var í húsinu hans. Þessi náungi var sjúklega feitur, ógeðslegur og algjör viðbjóður, hann lokkaði stelpuna heim til sín og fangaði hana þar. Svo þegar hún reyndi að flýja fann hún beinagrindur í húsgrunninum sem voru af öðrum stelpum sem hann var búinn að éta minnir mig!

Mig langar svo að vita hvort einhver hérna man eftir þessu?!
Einhver?
Já, það er það sem ég held.