Nú eru þrír þættir komnir af fimmtu seríunni, er einhver búinn að horfa á þá?

Mér fannst þeir vera frábærir, sérstaklega þáttur 503, Jughead. Það hefur bara ekki komið slæmur þáttur af Lost síðan í 3 seríu.
Vá hvað þessir þættir eru búnir að breytast mikið samt, orðið allt miklu meira epískt… Allt getur gerst. Verð að segja að ég fílaði þetta meira þegar þetta fjallaði um hóp af fólki á dularfullri eyju, en þættirnir þurftu náttúrulega að þróast eitthvað … og eru ennþá frábærir!

Anywayz, það er rosalega mikið búið að koma fram í þessum 3 þáttum, það merkilegasta að mínu mati er að Charles Widmore var einn af The Others fyrir 50 árum! Og í Cabin Fever þegar Locke var að taka prófið átti hann pottþétt að velja áttavitann (sem hann lét Alpbert fá í Jughead).

Síðan er kenning í gangi um að þessi móðir Dans sé Ms. Hawking, og hún hafi verið á eyjunni fyrir 50 árum og verið kölluð Ellie (fullt nafn hennar er Eloise Hawking, Dan skýrði rottuna sína Eloise í The Constant). Þess vegna sagðist hann kannast við hana.
Svo er það auðvitað sprengjan/Jughead, Dan sagði þeim að grafa hana í steypu, sem gæti þýtt að það hafi verið sprengjan sem var í The Hatch á bakvið segulmagnaða steypuvegginn!

Einhver annar með skoðun á þessu?

Bætt við 29. janúar 2009 - 22:18
Lost 501, *502* og 503 átti þetta að vera.