Ég veit að það er ekki mikil umræða um Missing þættina hér á huga, en ég bara varð að búa til kork um lokaþáttin af 3.seríu sem var sýndur í gærkvöldi.

Þátturinn snerist um raðmorðingja sem hét Carol Eisenberg, sem pynti og drap 5 unglingsstúlkur með manninum sínum, sem hvarf og svo hvarf ein 15 ára stelpa og pínu seinna vinkona hennar. Fyrst héldu þau að Carol hefði tekið þær, en svo kom í ljós að þær hefðu bara farið aðeins, en ekki ætlað að strjúka.
Jess fékk alltaf sýnir um að Antonio væri í hættu, en hann hélt að það tengdist bara e-ð málinu. Svo í einni sýn kom Janey líka pínu (lögreglukonan sem dó fyrr í seríunni). En þessar sýnir Jess reyndust svo því miður vera réttar eftir að þau náðu ræningjanum (sem var by the way maður sem sagðist elska hana, en greinilega elskaði hana “of mikið”), og bíll Antonio sprengdist í lotf upp þegar hann fór inn í hann.

Og auðvitað þurfti þetta að vera síðasti þátturinn í seríunni! Þetta var líka svo ömurlegt því hann og Nicole voru nýbúin að tala um að byrja aftur saman. Það er enginn séns að hann hafi lifað þetta af! En pæling hvort þetta tengist e-ð gaurnum sem var að stalka hann…? Allavega, þetta er mjög sorglegt, en get ekki beðið efir næstu seríu!

Bætt við 16. september 2008 - 18:33
pyntaði*