Aðdáendur komu Jericho til bjargar
Hópur aðdáenda spennuþáttanna Jericho hafa komið þáttunum til bjargar, en til stóð að hætta framleiðslu þeirra. Með hjálp netsins, þar sem þeir stóðu fyrir Jericho-herferð, og hnetusendinga tókst þeim ætlunarverk sitt.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS ákvað að hætta framleiðslu þáttanna í síðasta mánuði. Þeirri ákvörðun var hinsvegar harðlega mótmælt og leiddu þau að endingu til þess að CBS fór að berast fjöldi hnetusendinga.

„Vá!“ skrifaði Ninan Tassler, yfirmaður afþreyingardeildar CBS, í bréfi til aðdáendanna. „Þið hafið náð athygli okkar.“

Tassler segir að búið sé að panta sjö nýja þætti, og að fleiri þættir muni fylgja í kjölfarið muni ef áhorfið komi til með að aukast í kjölfarið, segir á fréttavef BBC.

„Við treystum á að þið munið standa á bak við þáttinn, laða að nýja áhorfendur með sömu grasrótarorkunni, ákafanum og styrk sem þið hafið sýnt á undanförnum vikum,“ sagði Tassler.

„E.s. Hættið að senda okkur hnetur.“




Hahahah Snilld:D