Jæja þá er maðu búinn að horfa á alla þættina og voru þeir helvíti góðir. En ég ákvað ekki að pósta og ræða um það hérna heldur hef ég nokkrar athugunarsemdir um þessa þætti, t.d…

1. Þegar Sylar er drepinn.

Ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar hann var drepinn, og getur einhver útskýrt það fyrir mér afhverju það var svona auðvelt að drepa mannin? Hann leit við og sá Hiro: HOW CAN THIS BE!?!?!?! (Ekki beint það sem hann sagði en tek þetta sem lélegt dæmi…)
*Hiro hleypur að honum* og segir: YAAAHHHHHSmástund síðar kemur Hiro að honum og stingur hann, og Sylar segir: IMPOSSIPLE!!!!1(Ekki beint það sem hann sagði en tek þetta sem lélegt dæmi…). Já semsagt viðbrögðinn hjá Sylar voru ekki allveg að gera sig þó hann gat séð Hiro sveifla sverðinu þegar tíminn var stop, og jafnvél gripið það, og þrátt fyrir ALLA ofukrafta Sylers þá mistókst honum að koma í veg fyrir örlög sín…Ef einhver getur verið svo vænn að útskýra hvað brást hjá manninum?

2. Peter er að springa en þarf hjálp bróðir sínst til að geta flogið í burtu og sprungið í friði.

Já ótrúlegt, Peter gat sogið kraftanna úr öllum og lært að nota þá en hann gat samt aldrei lært að fljúga, ekkert mál að vera ósýnilegur og allt það, en hinsvegar gat hann ekki flogið nema bróðir hans var með honum, hmmm ég velti því fyrir mér afhverju það skildi vera…

3. Hvar fékk Sylar frysti krafta sína, og afhverju er hann ekki að nota alla krafta sína sem honum hefur hlotnast úr fortíðinni?

Jú þarna kemur Niki og lemur járnröri í Sylar, og enn og aftur bregðast viðbrögðin hans, hann hefði getað a. notað telekines ofur krafta sína og þeytt þeim í burtu, eða b. brætt rörið, c. fryst það.

Málið er, það kemur voða lítið fram um svo margt eins og þeir hafa verið að flýta sér með handritið og ekki haft pláss fyrir fleiri útskýringar sem er
“fair enough”…

4. Þarna í þættinum sem Matt, Noah og glóandi Ted eru að sleppa úr Primatech fangelsinu.

Jú hérna notar Noah rosalega brellu og talar við Matt í huganum, en það skrítna við það er að hann VEIT hvað er í gangi þótt að þeir(Matt og Ted) séu í órafjarlægð frá Noah, þá getur hann samt greint um hvað þeir séu að tala. Hvernig í andskotanum er hann svona klókur? Er verið að ræða um einhvern unkown ability hérna eða er hann bara svona vitur?Jæja, það getur vel verið að mér hafi yfirsést eithvað og ég hafi rangt fyrir mér, endilega komið með komment og ég skal samþyggja öll rökrétt svör sem hafa eithvað “logic” í og meika sense. Ég er ekki að skíta yfir áhugamálið, heldur er ég að bara spá í þessum atriðum þar sem ég og aðrir hafa verið að velta fyrir okkur í smá tíma, jafnvél þó að við ELSKUM þessa þætti og bíðum spent eftir framhaldi.