Mjög góður þáttur að mínu mati.

Scofield, Kellerman, Burrows og Sara fóru í þennan klúbb og ætluðu að ná dótinu en þau þurftu að flýja út af því að löggan kom. Þannig að þau fóru til Henry Pope sem stjórnaði einu sinni Fox River. Hann var meðlimur í klúbbnum þar sem geymslan er. Þau náðu að fá hann til í að sækja dótið í læstaskápnum. Þegar hann kom út var Kim mætur og ætlaði að taka hann því að hann vissi að hann gæti verið með sönnun fyrir því að Burrows drap ekki Steadman. Scofield, Burrow og Kellerman björgðu málunum og náðu að flýja. Burrows barði t.d. Kim illa og Kellerman skaut gaurinn sem var með honum. En þegar þau voru að flýja á bílnum hleypti Sara ekki Kellerman inn í bílinn þannig að hann varð eftir og hljóp eitthvert burt. Þau fengu svo stöffið sem var svona minniskubbur fyrir tölvur og inn á honum var eitthvað samtal sem við fáum örugglega að heyra í næsta þætti.

T-Bag fór með fjölskylduna í gamla húsið hans. Hann sleppti þeim svo á endan og fór burt.

C-Note var í ruglinu með dóttur sinni. Hún var veik og hann þurfti alltaf að vera að finna einhvern lækni fyrir hana sem gekk ekkert of vel. Þannig að hann hringdi í Mahone og gafst upp en í staðinn fengi dóttir hans sjúkrahjálp. Einnig ætlar hann að hjálpa Mahone til að ná Scofield.

Sucre náði að komast á flugvöllinn í Mexico þar sem Maricruz var að fara með flugi. Þau þurftu að flýja burt því að öryggisverðir voru á eftir þeim. Þau sluppu á Taxa.

Hvernig fannst ykkur? Og hvað ætli Kellerman geri núna?
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”