jæja þá er ég ný staðin upp frá því að horfa á þáttinn. Og það er nokkur atriði sem ég er að velta fyrir mér


1. Mér fanst ótrúlegt að Syler að fara samdægus og drepa konuna með ofurheyrnina. Mohinder hlítur að sjá að þetta sé Syler ef að fólkið sem hann ætlar að vera í sambandi við deyr alltaf eftir að hafa hitt þá og drepin af Syler. Enn hinsvegar er Syler siðferilslaus, það kom mér ekkert á óvart að hann drap hana vitandi að Mohinder færi daginn eftir að leita af henni.

2. Ég hlakka mikið til að sjá hvað kemur út úr ástandinu heima hjá Clare, hvort hún stendur með pabba sínum eða með þeim sem eru eins og hún. Hún kemur til með að verja mömmu sína og bróðir enn spurning hvað hún gerir varandi pabba sinn.

3. Samone dáin, það fanst mér verulega sorglegt. Veit ekki hvenrig framhaldið af þessu verður, Peter getur látið sig hverfa ef lögreglan kemur, og Isic í fangesli er ekki spennandi framvinda á sögunni. Síðan er alltaf sá fjarlægi möguleiki að hún lifi af. Það var sagt í trailernum að einhver mum deyja, ég held að það sé hún frekar enn konan sem Syler drap.

hvað fannst ykkur um þáttinn? Mér fannst hann góður

kv. Gunna

Bætt við 20. febrúar 2007 - 13:58
varandi punkt 1.

átti að vera ég væri hissa að Syler færi samdæmgus ekki seinna, t.d. eftir að Mohinder hefði hitt konuna aftur.