Hérna er smá verkefni sem ég átti að gera í íslensku um einhvern sjónvarpsþátt. Kannski þið getið leiðrétt villur ef þið sjáið og kannski leiðbeint eitthvað :D

Ég valdi að skrifa um þennan þátt af því að Las Vegas eru búnir að vera einn af uppáhaldsþáttunum mínum í sirka ár. En þeir eru sýndir á Stöð 2. Sá þáttur sem var fyrir valinu hjá mér til að skrifa um er 8 þáttur 3 seríu sem heitir Bould, Beautiful and Blue, ekki það að þessi þáttur sé betri en hinir heldur er það bara eitthvað við þennan þátt sem ég get ekki gleymt. Las Vegas er drama/spennu þættir af bestu gerð.
Í þessum þátti er fullt í gangi í þáttinum á undan hafði Ed-Deline sagt upp vegna þess að nýr eigandi var kominn yfir Montecito spilavítinu sem Ed hefur stjörnað vel í nokkur ár. En enginn starfsmaður þolir nýja eigandann sem er nýskur og hugsar bara um að græða. En Monica nýji eigandinn er ákveðin að fá Ed aftur til vinnu þar sem hann var frægur í Vegas og sá maður talinn stórskrítinn ef hann kannaðist ekki við Ed og eru allir hræddir við hann og vill enginn fara uppákant við Ed. En Monika gerir allt til að fá hann gefur honum nýjan bíl, en Ed lætur sér ekki seigjast og vill ekki mæta í vinnu meðan Monica á staðinn.
Monica fékk þá snilldar hugmynd að fá stærsta safír í heimi til að hafa til sýnis á spilavítinu en ekki gengur allt sem skyldi og er honum stolið og Danny forstjóri öryggismála Monticito fer í að finna hann, en eins og svo oft áður í þessum þáttum er stoltið fyrir öllu svo löggan er ekki látin vita. Síðan fellur öll sök á Monicu og treystir Danny henni ekki alveg, en í lokin fattar Danny hver hinn einu sanni þjófur er og nær honum í spennandi eltingar leik.
Þessir þættir eru mjög góðir og spennandi en kannski ekkert mjög trúverðugir. Stundum fá persónur hinar fáránlegustu hugdettur sem er síðan lykillinn að leysa vandamál hvers þáttar, þessar hugdettur eru oft útí hött sem engum myndi detta í hug. En mér er nú alveg sama um þannig smá atriði þetta fær mig ekki til að horfa á þessa rosa góðu þætti.