Ég á greinilega að semja þessa keppni. Ég ætla að reyna að hafa eins fáar svínslegar spurningar og ég get. Hámarksfjöldi stiga er 11.

1. Hvað heitir leikarinn sem að lék Desmond?
2. Hverskonar læknir er Jack? (er hann ofnæmislæknir, háls-, nef- og eyrnalæknir?, 2 stig fást fyrirofurnákvæmt svar og ég vil helst fá svarið á íslensku)
3. Hvaða lag heyrðum við í fyrsta þætti í 2. þáttaröð og hver flytur það?
4. Hver var Thomas?
5. Maðurinn sem að leikur pabba Jacks hefur sama nafn og knattspyrnumaður enska liðsins Chelsea, hvaða nafn eiga þeir sameiginlegt?
6. Hurley spilaði backgammon við einn af þeim sem lifðu af flugslysið og skuldar viðkomandi $ 83,000, hver er það?
7. Við hvað vann Ana-Lucia áður en hún lenti á eyjunni?
8. Hvaða mynd var hjá Dharma-stöfunum í „hleranum“ sem að fólkið í hinum enda vélarinnar fann? (það var svanur í fyrri hleranum)
9. Hvað heitir bróðir Charlies og í hvaða hljómsveit var hann?
10. Hversu mikinn pening vann Hurley í lottóinu?