Lost 2 sería Ég get alveg sagt ykkur um hvað Lost snýst…..ekki neitt!! Þessir framleiðendur komu með einhverja hugmynd um að fólk myndi brotlenda á eyju og einhverjir dularfullir atburðir myndu gerast og jadí jada jada…Var drulluspenntur yfir 1. seríu en nú þegar ég er um hálfnaður á 2. seríu hef ég sannfærst um að ég hafi rétt fyrir mér. Af hverju? spyrjið þið. Í fyrsta lagi þá er það þessi hugmynd. Hún getur ekki enst í margar seríur án þess að það þurfi að skýra hlutina og alltaf koma með nýja og nýja óútskýranlega hluti. Í öðru lagi þá eru komnir nýjir leikarar sem nú er verið að fara í background sögurnar hjá vegna þess að allir vissu nú allt um hitt liðið.
Ég held að það sé verið að draga okkur á asnaeyrunum því það verður ekkert skýrt á næstunni af hverju þau eru þarna því þá væri enginn tilgangur að halda áfram og framleiðendur myndu verða af mikilli gróðamaskínu.
Hlakka til að fá svör ykkar og ekki koma með einhver komment um að ég sé ekki fan eða whatever. Ég fílaði þessa þætti í botn fyrst en er bara orðinn drullupirraður á framvindunni í þeim.