Afsakið að ég stofni enn einn 210 korkinn en hinir voru bara ekki merktir með spoilerviðvörun.

Hvað fannst ykkur um atburði þessa þáttar. Þetta gefur allavega mr. Eko mikla dýpt sem morðingja og illmenni sem snúið hefur við blaðinu.

En án efa er stóraburður þáttarins það að við fáum að sjá reykinn/varnarbúnaðinn almennilega. Ég slomóaði þegar cameran fór í gegn og inní honum voru myndir úr ævi Eko sýndist mér. Og þetta virðist vera sama og Locke sá og sagði að væri það fallegasta sem hann hafi séð. En líf beggja þessa manna var ekkert fallegt og þá er ég að pæla hvort að reykurinn sýni þeim hvernig líf þeirra gæti hafa orðið hefðu hlutir gengið betur upp.

Mér finnst samt reykurinn einhvernveginn ekki hafa sama fíling og það sem dróg flugmannin úr vélinni. Spurning hvort að það sé eitthvað fleira af monsterum.


Annars langar mig nú líka að fá að vita meira um Adam og Eve frá fyrstu seríu.