jæja, hingað til hef ég ekki verið algjör þátta“hóra”. Þó ég hafi fíli OZ, the shield og nip/tuck mjög mikið hef ég aldrei beint veriði eins hooked á þáttaröð eins og lost. Fyrir 3 dögum hafði ég ekki séð einn einasta þátt, en hafði heyrt góða hluti um þáttaröðina svo ég skrapp í elko og fjárfesti í fyrstu seríunni á DVD… Vá :D ég er búinn að horfa á fyrstu 13 þættina og þeir eru alveg hreint magnaðir. Þeir byrjuðu frekar “dauflega” en hafa verð að magnast upp og ég get í rauninni ekki beðið eftir því að komast heim úr vinnunni og horfa á fleiri þætti.

Annað sem ég er að fíla við þáttaröðina er samfélagði í kringum hana. Minnir mig á þegar við “hardcore”-Matrix aðdáendur söfnuðumst saman á spjallborðum og síðum á netinu og hentum á milli okkar kenningum og hugmyndum um hvað væri virkilega að gerast í myndunum :)