Það er nú það - ég held að stjórnendum hér finnist þetta vera sápa og hann eiga heima þar - enda til sér korkur og alles.
Hins vegar hafa stjórnendur sápuáhugamálsins lýst því yfir að þeim finnst þátturinn ekki tilheyra þeirra áhugamáli. Þannig að hann er hálf heimilislaus - tilheyrir báðum áhugamálum og þó ekki.
Ég hef tekið þann pól að skipta mér ekki af því og leyfa umræðunum að fara í þann farveg sem þær sækja í. Ef fólk er til í að ræða þáttinn hér þá so be it - ef umræður eru líflegri á sápuáhugamálinum ennþá betra. Reyndu bara að finna hvar áhuginn liggur.