Á kvikmyndir.is hafa þrír gagnrýnt Valentine og tveir gáfu henni
3 stjörnur :) Aftur á móti gaf einn henni hálfa stjörnu
Þetta var sagt:


28. apríl 2001, Þórður Davíð Björnsson *3 stjörnur*
Jæja ég er víst sá fyrsti sem skrifar gagnrýni um þessa, sem mér finnst, nokkuð góð mynd. Hún kom mér mjög óvart, ég verð að segja það. Myndin byrjar á því að það var á valentínusarballi að einum stráki var strítt mikið og það vildi enginn dansa við hann á ballinu. Svo 13 árum seinna fær ein stelpa valentínusarkort sem er með mjög einkennilegum skilaboðum og eftir að hún er búin að fá kortið, þá er sent kort til allra sem tengdust ballinu með nokkuð svipuðum skilaboðum og þá fara einkennilegir hlutir að gerast. Denise Richards er ágæt í myndinni og líka alltaf jafn flott. Allir aðrir voru líka allt í lagi. Mér fannst fáranlegt hvernig hún endar. Hún fær 3 stjörnur.



1. maí 2001, Hafseinn Hafsteinsson *hálf stjarna*
Myndin er vægt til orða tekið mjög léleg. Hún er frekar léleg útgáfa af Scream og ekki var það mjög góð mynd. Morðinginn er meira að segja með grímu (reyndar ekki eins og í Scream) og myndinn er í alla staði frekar asnaleg og einhæf.



21. maí 2001, Þórólfur Jónsson - rvk *3 stjörnur*
Ég sá Valentine á forsýningu einni og ég verð bara að segja að hún er mun betri en ég hélt. Valentine er kannski ekki mjög ógnvekjandi en hún er ágætis skemmtun ef maður horfir bara á hana, allavega er hún mun betri en síðasta unglinga hrollvekju flikk sem ég sá síðast og sú mynd var SCREAM 3 sem var ömurleg. Ágætis mynd.