Firefly eru frábærir þættir sem gerast 500 ár í framtíðinni. Þeir fjalla um Captain Malcolm Reynolds og restina af áhöfn geimskipsins Serenity. Þau eru á röngum enda laganna og eru tilbúin að gera nánast hvað sem er til að næla sér í pening. Aðal söguþráðurinn byrjar þó með því að áhöfn Serenity fær nýja farþega um borð, þar ber helst að nefna ung systkini. Lækninn Simon og undrabarnið River.

Ég get ekki gert frekari skil á söguþræðinum án þess að gefa of mikið uppi. Ég get hins vegar sagt það að þetta eru hreint frábærir þættir með stórkostlegri persónusköpun. Sumir characteranna eru siðblindir með meiru, og þeir sem standa að gerð þáttanna leyfa persónunum að vera fólk, þau breyta ekkert næstum alltaf rétt og gera oft stór mistök.

Því miður voru aðeins gerðir 15 þættir (held ég sé með rétta tölu). Málið er ekki að þeir hafi gengið illa í sjónvarpi vestanhafs, heldur var þeim það vel tekið að það var strax ráðist í gerð kvikmyndar sem er væntanleg á þessu ári.

Firefly kvikmyndin, sem mun heita Serenity, er með öllum sömu aðalleikurum og þættirnir, og kemur ú smiðju Joss Whedon líkt og þættirnir (sem m.a. stóð á bak við Buffy og Angel)

Ég vildi vekja athygli á þessum frábæru þáttum, og sjá hvað fólk hefur að segja um þá…þeir sem hafa séð þá þ.e.a.s.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'