Nei nú er Buffy orðin algjör tilfinninga drama.Þetta krabbamein sem mamma Buffy fékk var greinilega eitthvað sem höfundur spann upp til að þurfa ekki að stytta þættina.Síðasti almennilegi Buffy-þáttur sem ég sá var þegar vinkona Willow setti á alla í Buffy-genginu álög svo þau gætu ekki séð í henni gervi-djöfulinn
og þá komu alvöru djöflar sem réðust á gengið hennar Buffy.Ástarþvælan með Riley og Buffy var örugglega einnig eitthvað til að hafa þættina langa og þeir eru nú.Ég veit af hverju Sara sem leikur Buffy er að hætta.Því hún nennir ekki að leika í þessum nýju Nágrönnum.Maðurinn sem leikur Riley er örugglega hættur og ef svo er þá er það örugglega út af sömu ástæðu.Eitt sinn sáu Spike,Xander,Willow og Anja um grínið en nú er Xander orðinn drama-maður og þættirnir eru bara næstum orðnir eins og nágrannar og glæstar vonir.Allir á sömu stöðinni,Stöð 2.