Halló,
ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að fjárfesta í DVD safni af buffy, en ég er ekki viss hvar er hagstæðast að versla slíka hluti.

Ég hef séð að á <a href="http://www.amazon.co.uk“>amazon í Bretlandi</a> kostar 2. sería um 75 pund (u.þ.b. 10.000 kr.) en ,ef ég man rétt, þá kostar hún milli 8000 og 9000 kr í Nexus. Síðan borgar maður líka toll og sendingarkostnað ef maður verslar á amazon.

Reyndar finnst mér merkilegt að á <a href=”http://www.amazon.com">amazon í USA</a> kostar sama sería $45 (u.þ.b. 3000 kr. + tollur og sendingarkostnaður) en það er náttúrulega ekki spilanlegt í mínu heitt elskaða PS2, þar sem það vill bara spila region 2.

Ég var því að velta fyrir mér hvort þið gætuð leiðbeint mér að finna ódýrastu leiðina til að eignast DVD útgáfur af buffy þáttunum? Hvar keyptuð þið ykkar DVD diska, þið sem eigið þannig?

kær kveðja,
plastik