Getur innihaldið spoilera

Ég er nú búinn að taka smá old school (2&3 sería) BtVS maraþon ,og hef orðið vitni af mörgum af dramatískum atriðum eins og í lok seinni hluta Becoming (2x22) þegar Angel fær sálina sína aftur og Þau knúsa hvort annað ,þetta atriði var bara fullkomið ,að sjá Buffy kveljast svona mikið útaf því sem hún þurfti að gera var svo sorglegt að horfa uppá að ég fann nánast fyrir sársaukanum sem hún þurfti að ganga í gegnum ,og svo bara restinn af þættinum meðan þetta frábæra lag er þarna í bakrunninum (“gæsahúð”).
Síðann í Anne (3x01) þegar Buffy kemur heim ,dramatíkinn alveg að fara með mann þó þetta var bara í 10 sekuntur eða minna.
Í Dead man´s party (3x02) þegar vinirnir voru að rífast það var bara sorglegt að sjá þetta gerast (sérstaklega þegar Cordelia var að reyna að “hjálpa” Buffy) sem betur fer sjáum við ekki svona rifrildi aftur fyrr en í 4 seríu þegar Spike er stía liðið í sundur fyrir Adam. Í Faith Hope and trick þegar Faith og Buffy eru búnar að drepa Kakistos, þá förum við á bókasafnið og þar léttir Buffy aðeins af sér og segjir Giles og Willow að bölvuninn yfir Angel virkaði bara brill ,þegar Willow spyr Giles um að fá að hjálpa honum við að klára þessa þulu og Giles segjir að það hafi ekki verið nein þula ,þá fór ég að hugsa ,hvernig gat hann hugsanlega vitað af þessu.,en þegar Buffy kemur á dánarstað Angel og setur hringinn niður og segjir bless við Angel (enn meiri snilld) að heyra þessa útgáfu af Love theme með Christofer Beck er bara yfirþyrmandi. (fékk þungt fyrir brjóstið) Svo flýgur Angel niður úr loftinu og lýtur út fyrir að vera klikk (sem hann var svo).


Spoiler viðvörunn…

Svo var líka þegar Warren klikkast og ræðst á Buffy með skammbyssu og skýtur útí loftið og drepur Tara það var dramatískara en allt að sjá Willow verða svona sorgmæta og þegar Xander talaði Willow niður í lok 6 seríu áður en hún gæti látið jörðinn hverfa inn til helvítis. Góðar senur þar á ferð.

Spoiler viðvörunn lokast…

Nú vill ég spyrja ykkur sam-aðdáendur BtVS & Angel þáttaraðanna.
Hvert er ykkar uppáhalds dramatíska atriði úr þáttunum ?.