Casting í næstu seríu og fl.........spoiler!!!! jæja nú ætla ég að reyna að koma þessari grein aftur frá mér…….var búin að skrifa hana einu sinni áður en hú hrundi út þegar að ég ætlaði að senda hana inn :

Þeir sem að vilja vera spoiler fríir fyrir næstu seríur og líka um það sem að hefur verið að gerast í 6.seríu ættu því ekki að lesa lengra!

*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Sko eins og sennilegast allir vita þá hefst nýja serían á því að Dawn er að byrja í High School, og svo virðist sem að Buffy fari að vinna eitthvað tengt skólanum þannig að þar virðist verða nýja bækistöð seríunnar, svona eins og Magic Box var áður en Willow rústaði henni.

Einnig hefur því verið fleygt fram að Spike hafi yfirgefið crypt-ið sitt og sé búinn að gera sér nýtt heimili ofan á Hell Mouth-inu, sem að eins og allir vita var undir skólanum…….þannig að maður getur gert ráð fyrir að hann og Buffy haldi áfram að rekast á hvort annað, úff sem betur fer – því að þau hafa alveg brilliant chemestry saman…..alla vega finnst mér að ;)

Willow verður í Englandi…..svona alla vega í byrjun seríunnar ásamt Giles….sennilega í einhverri norna afvötnun, en í það minnsta er Anthony S. Head/Giles búin að semja um að vera í alla vega 10 þáttum í næstu seríu – VVVVVÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ GOTT MÁL!

Einnig virðist vera að margir af “vondu köllunum” úr fyrri seríum snúi aftur, the master kemur á nýjan leik, bæði snemma í seríunni og aftur í seinni hluta hennar, Glory lætur sjá sig og einnig Warren :-/ spurning hvort að hann verði húðlaus og alles!! Annars hefur líka heyrst að viðræður séu í gangi um að fá Faith til baka, þannig að allt virðist koma til greina. Við þessar fréttir fer maður að hugsa um þessa back to the beginning yfirlýsingu sem að koma frá Josh. Hvort að um verði einhvert alls herjar barátta við næstum alla big bads í einu, ofskynjanir, martraðir eða bara flash back dæmi…….endilega hendið fram ykkar hugmyndum ;)

Síðan má líka segja frá því að Amber Benson/Tara mun snúa aftur í einhverja þætti en sagan segjir að hún komi til með að leika einhvern annan karakter en Tara. Einhverja nýja……..hljómar svolítið eins og Twin Peaks, þegar að sú sem leik Laura kom aftur sem Maddie frænka hennar…….en hey þetta verður allt leyst einhvern vegin! Alla vega er ég fegin að þurfa ekki að sakna hennar þannig að þetta verður vonandi flott!!

Emma Caulfield/Anya hefur sagt að allir aðal karakteranir nema hún og Sarah Michelle séu búnir að skrifa undir samning fyrir 8.seríuna, en því miður er Emma ákveðin í því að hætta eftir 7.seríu, hún segjir að 4 ár séu nóg fyrir sig  Josh hefur líka sagt að hann ætli því að reyna að stækka hlutverk hennar í nýju seríunni þar sem að hún hefi meira en unnið sér það inn!!! En hvort að Sarah skrifi undir fyrir 8.seríuna sé frekar óljóst og komi bara í ljós með tímanum! Mér persónulega finnst Dawn the Vampire Slayer ekki hljóma neitt mjög spennó!!

Annars segji ég svo bara að tökur á nýju seríunni hefjast núna 25. júlí og þá fara fleiri fréttir að leka út. Og svo byrjar nú sería á UPN þriðjudaginn 24. september og við getum öll farið að láta okkur hlakka til ;)

Kveðja Spikesgirl