Hér koma smá hugleiðingar sem vöknuð hjá mér þegar var verið að velja bestu þættina hér á síðunni
Flestir þættir er oftast bæði góðir og “ekki eins góðir” eftir því hvaða atriði horft er á . Það eru yfirleitt ákveðin atriði til staðar í hverjum þætti (þetta er skrifað með miklum fyrirvara því það er aldrei hægt að segja fyrir um hvað er að brjótast um í hausnum á Joss Whedon). Lokaþættir eru nokkuð fastir í forminu og því er hægt að bera saman föst atriði milli ára.
Skoðum klassík slagsmála atriði í loka þáttum hverrar seríu.
Sería eitt: bardaginn við The Master er góður fyrst er Buffy drepin og svo kemur hún til baka með attitude ,kjóllinn, tilsvörin og afgreiðslan í gegnum þakið, allt nokkuð gott og setur standardinn nokkuð hátt fyrir þá lokaþáttarbardaga sem síðar komu.
Sería tvö : Becoming, Part Two skylmingar við Angel, bandalag við Spike og auðvitað miklar tilfinningar í gangi, gott mál.
Sería þrjú: Graduation Day, Part One og Part Two. Hér tek ég tvo þætti saman hér eru tvö atriði, bardaginn við Faith sem er mjög góður, að mig minnir (ég þarf að eignast þessa seríu ). Loka bardaginn við bæjarstjórann og allt sem því fylgdi er ekki einn af mínum uppáhalds, hefur aldrei virkað nógu vel, miðað við loka bardaga í seríu eitt og tvö þá er þessi frekar slappur. Hef því ákveðið að bardaginn við Faith sé formlegur loka bardagi í seríu þrjú og við það stendur þriðja árið næstum jafnt hinum tveimur sem á undan komu.
Sería fjögur: Primeval Buffy og Scoopy-hópurinn berja Adam í klessu, í þessum ham á engin séns í Böffsterinn, maður fær þá tilfinningu að hún sé raunverulegt ofurmenni sem gæti lamið Súperman í klessu mjög góður endir ( og þá tel ég ekki drauma þáttinn með ).
Sería fimm: The Gift Hér eru aftur tilfinningar aftur í aðalhlutverki, (svipað og í seríu tvö). Ef ég man þetta rétt þá er töluverður bardagi þarna við járna hrúguna, Willow kemur vel út .
Ég hef bara séð fyrri hlutann í seríu sex og Gone er enginn loka þáttur, þá er ekki rétt að telja hann með þó að þetta sé frábær þáttur , Jonathan og félagar eru einfaldlega ekki nógu ógnvekjandi illmenni.
Af þessum fimm formlegu loka bardögum held ég að slagsmálalega séð verði ég að velja Primeval sem besta bardaga atriði í loka þætti.