Desperate Housewives, lokaþáttur 5. seríu SPOILER Held að það sé komin tími á grein á þetta áhugamál eftir 1 ½ ár er síðan síðasta kom.

Fyrir þá sem hafa ekki séð lokaþáttinn úr 5. seríunni af Desperate Housewives og vilja ekki fá SPOILERA ættu ekki að fara lengra.

Ég horfði á lokaþáttinn fyrir stuttu og mér fannst hann vera mjög slæmur, og ætla ég að fara í allar sögurnar og segja mína skoðun á þeim.

Lynette: Einhvernveginn fannst mér hún taka þessu ekkert sérstkalega illa. Þegar hún hélt að hún var komin með krabbamein aftur varð hún verulega, en þegar hún uppgötvaði að hún var ólétt sagði hún þetta:
Are you sure it isn’t cancer?
Af þessu má sjá að hún vildi frekar krabbamein frekar en fleiri börn(og var hún ólétt af tvíburum) en var samt ekkert sérstaklega svekkt þegar hún var komin heim. Þetta var auðvitað áfall, en hefði mátt vera meira.
MEGASPOILER(Sá þetta á netinu)


Hef lesið að hún muni fara í fóstureyðingu án þess að segja Tom frá því. Þessi söguþráður ætti að haldast í einhverja stund en mundi halda að Tom mundi fara í skólann eftir að það gerist.
SPOILER BÚINN


Gabrielle: Í þessum þætti flutti frænka Carlos, Ana Solis, inn til þeirra. Ég get bara ekki tekið hana alvarlega, hef aldrei tekið karakter eins lítið alvarlega í þessum þáttum. Og vá hvað það er pirrandi þegar fólk gerir sér upp grátur, svo FUCKING pirrandi. Og hvaða stelpar segir að Gaby sé orðin of gömul. Hef ekkert sérstaklega gott álit á henni, en það getur batnað með næstu seríu(eða versnað hræðilega, eins og dóttir Tom, sem ég hafði aldrei fyrir að muna nafið á).

Bree: Vá hvað hún var ósanngjörn og leiðinleg í síðustu þáttunum. Hún vildi ekki að Orson fengi 50 % af eignunum svo hún rændi heimilið sitt hlutunum sem hún vildi eiga.
Þegar hún var að skilja við Rex vildi hún frekar mikið, jafnvel þótt hún hafði aldrei unnið. Djöfull var ég pirraður á henni. Í lokaþættinum fór hún síðan að kela við Karl, og mun líklegast halda áfram. Susan mun áreiðanlega vera frekar reið í byrjun en endar í lagi með þetta samband(ef þetta endar í samband) en þegar Edie gerir þetta þá endar það að hún er hötuð af nágrönnum hennar og endaði að hún flutti úr bænum.

Dave: Mér líkaði mjög vel við karakterinn(þrátt fyrir að vera geðbilaður) og fannst mér Neal McDonough túlka karakterinn frábærlega. Auðvitað þurfti hann samt að fá bakþanka á áætlun sinni og leyfa M.J. að lifa(sem ég er ekkert verulega sáttur við, þar sem sá sem leikur hann er mjög slæmur) og enda sjálfur á hæli. Ég hefði viljað að M.J. hefði verið í bílnum þegar Mike klessti á hann, þá hefði verið líklegra að Dave hefði fengið réttlætingu á því sem Suan gerði, en svona gerist þegar maður vingast við þá sem maður vill brjóta niður.
Ég er líka verulega ósáttur að hann muni ekki koma í 6. seríunni, og Nicolette Sheridan líka(en karakterinn hennar er dauður).

Susan/Mike/Katherine: Í næstum öllum ástarþríhyrningum sem ég hef séð er alltaf einn pirrandi karakter, þarna er það Susan(hún er alltof needy og dramatísk).
MEGASPOLER


Hef líka séð að Mike giftist Susan í enda þáttarins, sem þar af leiðandi eyðir allavega 3. alvarlegu sambandinu hjá Katherine. Að mínu mati miklu verri kostur hjá Mike.
Susan þurfti auðvitað líka að skipta sér að sambandi þeirra, enda er hún svo dramatísk og þarf mann við hliðina á sér.
SPOILER BÚINN


Restin af þættinum(sem var um Karen, systir hennar, Jackson og lögregluna) var frekar gott, þó það var nú í styttri kantinum.

Serían í heildina var ekki nærri því eins góðar og mínar uppáhalds(1. og 3.) en var samt þess virði að fylgjast með. Óvíst er hvort ég muni horfa á næstu vegna allt sem gerðist í lok þessara seríu, og þá sérstaklega að Edie dó(en hún fór samt reyndar að vera verri karakter eftir 3. seríuna, FKN elskaði hana á fyrstu árunum).


Ég afsaka málfræði- og stafsetningavillur.
Og já, allar skoðanir er MITT ÁLITen það kemur oft fyrir að fólk skilja það ekki.

sabbath