Persónur í Heroes Fyrir þá sem eru nýkomnir inní þessa þætti og þá sem eru spenntir fyrir þeim þá ætla ég að segja frá öllum persónum sem við höfum kynnst í gegnum seríu eitt (svona aðalpersónum þá)…

Vona að þið hafið þolinmæði til lesa þetta ykkur til skemmtunar, hérna förum við af stað:

Dr. Chandra Suresh: Sá sem byrjaði allt þetta og vildi finna fleira fólk útaf dóttur sinni sem dó og hafði einn af þessum hæfileikum sem þættirnir ganga útá. Engir kraftar (sem vitað er um).

Dr. Mohinder Suresh: Sonur Chandra Suresh og arftaki hans í rannsóknum um “hæfileikaríkt fólk” og nú þar sem að sería 2 er búinn er hann byrjaður að finna tilfinningar fyrir Molly Walker (The cerebro) útaf tengslum hennar við systur Mohinders (sem dó útaf sjúkdómi, sama sjúkdómi og Molly er með). Engir kraftar (Sem vitað er um).

Peter Petrelli: Eitt af svölustu persónum að mínu mati í þessum þáttum… Peter er svokallaður “Absorber” og getur sogað upp alla krafta sem hann sér og upplifar… Fyrir þá sem eru ekki búnir að sjá seríu 1 *Spoiler!* Peter er auðvitað sprengjan eins og flest allir vita, en það endaði öðruvísi en sumir bjuggust við *Spoiler Endar!*:D

Nathan Petrelli: Bróðir Peters sem er að reyna að verða þingmaður á tíma sem þetta skeður. Nathan er “Flyer” skulum við kalla hann :D hann getur flogið eins og flestir vita…
Það er hann sem sogast inn í samtök mömmu hans, Lindermans og Charles Deveaux um að sprengja New York og með því lækna heiminn. Einnig er hann alvöru faðir hennar Claire Bennet.

Claire Bennet: Klappstýran fallega sem allir eru hrifnir af :D Hún hefur svokallað “Spontaneous regeneration” og getur ekki dáið eða meiðst… Hún kemur hinsvegar mikið fyrir sögu þar sem að hún er lykillinn til að “stoppa” Sylar eins og allir halda.

Noah Bennet: Fyrrum starfsmaður hjá “Primtech”. Fyrirtæki sem hylur sig sem pappírverksmiðja en er í raunini að leita að “fólki með hæfileika” og Fósturpabbi Claire. Engir kraftar (sem vitað er um).

Sandra Bennet: Kona Noahs og fósturmóðir Claire. Hún elskar hundin sinn MJÖG mikið eins og sést í þáttunum, einnig hefur minni hennar líka mikið verið unnið með. Engir kraftar (sem vitað er um).

Lyle Bennet: Bróðir Claire, kemur ekki mikið fram í þattunum. Engir kraftar (sem vitað er um).

Charlie Andrews: Minnisgóða veitingarkonan, “Memoryer” skulum við kalla hana :D Hiro og Ando koma til að fá sér að drekka og uppgötva það að Charlie hefur “kraft” nákvæmlega eins og þeir og með tímanum verður Hiro hrifinn af henni en það á eftir að vera erfitt þar sem að Charlie lendir unir “exi” Sylars og deyr…
Eftir að hafa uppgötvað að Charlie væri dáinn reynir Hiro að fara tilbaka í tíman til að bjarga henni frá “The Brainman” eins og Hiro og Andro vilja kalla hann, en á endanum segir Charlie Hiro að hún muni deyja hvort sem er þar sem að hún væri með blóðköggul í heilanum. Deceased

Hiro Nakamura: Hin krúttlegi, yndislega lífglaði “Traveler”. Hiro getur beygt tíma og þannig ferðast fram og aftur í tíma og “teleportalað” sig hvert sem er… Hann reynir að fylgja örlögum sínum sem hann heldur að sé að drepa Sylar (A.k.a. The Brainman) og með honum er fylginautur hans…

Ando Masahash: Traustur vinur hans Hiros sem heldur að hann sé brjálaður í byrjun þessarar ævintýrar en uppgötvar kraft Hiros svo og stendur með honum í að reyna að drepa Sylar. Engir kraftar (sem vitað er um).

Charles Deveaux: Vinur mömmu Petrelli bræðrana… Hann kemur ekki mikið við sögu en er einn af mönnum í samtökunum sem vilja lækna heimin. Engir kraftar (sem vitað er um).

Simone Deveaux: Dóttir Charles Deveaux og er á milli Peters og Issac Mendez. Engir kraftar (sem vitað er um).

Isaac Mendez: Heróinfíkil, málari og hæfileikaríkur maður… Isaac getur málað framtíðina eins og hann sér hana með sínum “krafti”… *Precognition in trance-like state* er hans kraftur kallaður. Deceased.

D.L. Hawkins: Pabbi Micahs og einnig “Phaser”. Hann getur labbað í gengum hluti og einnig látið hluta sem koma í átt hans fara í gegnum sig… Hans ástand versnaði í síðasta þætti.

Micah Sanders: Sonur D.L. Hawkins og Jessica/Niki Sanders, Hann er nokkurnveginn “Technology Genius” og getur talað við tæknivélar og stjórnað þeim.

Niki /Jessica Sandars: And alter ego, persónuleiki hennar breytist frekar oft… Stundum er hún Jessica Sanders, hin velgefna skemmtilega húsmóðir en svo breystist hún í hina moðróðu Niki Sanders sem hugsar bara um pening en ekki fjölskyldu.

Matt Parkman: Lögreglan sem stendur sig ekki á prófum en hefur hæfileika… “Mind Reader” mundum við kalla hann þar sem að hann getur lesið hugsanir fólks… Hans ástand versnaði líka í síðasta þættinum…

Claude: Ósýnanlegi maðurinn, “The invisible man”. Fyrrum Primtech starfsmaður eins og fleiri menn… Hann þjálfaði Peter í að ná stjórn á kröftum sínum en hvarf svo.

Hana Gitelman: Þessi koma bara fram í einum þætti og það var þegar að hún talaði við Ted Sprague, “Cyberpathy” eins og fólk sá talaði hún við Ted í gengum tölvu án tölvu :D kom ekkert meira fram um hana held ég, krafturinn hennar heitir *Electronic reception*. Known to be Deceased, Check Heroes Comic Chapter 34 :P Kom fram í þáttunum “Unexpected” og “5 Years Gone”

The Haitian: MJÖG áhugaverð manneskja. “The Controler” ætla ég að kalla hann þar sem að hann getur látið fólk missa minnið og haft “negative” áhrif á krafta annarrs fólks. Einnig er fólk á þeirri skoðun að hann sé nýji “vondi kallin”

Angela Petrelli: Móðir Nathans og Peters, hún er í þessu samtökum Lindermans en ekki er vitað hvort að hún sé með hæfileika, þó svo að það sé haldið það, haldið er að hún hafi svona *Manipulation Abilities*.

Mr. Linderman: “The Evil Dude”, stjórnar öllu nálægt öllu :P Hann hefur stjórn á öllu í Las Vegas… “The Healer” myndi ég líka kalla hann, hann getur læknað eitthvað sem er alveg á dauðarmörkum. Deceased.

Eden McCain: “The Yes Girl” :D Ekki er hægt að neita eða gera það sem hún vill ekki geri… *Persuastion* heitir hennar kraftur. Deceased.

Ted Sprague: Hin óstjórnanlegi, geilsavirki Ted :D *Radiation manipulation* er hans kraftur… Hann getur stjórnað geislavirkni og kjarnorkum… Ekki væri gott að fara í taugarnar á honum. Deceased.

Gabriel “Sylar” Gray: Einn svalasti og flottasti “vondi kall” sem ég hef séð… Hann fer svo fínt í öll morðin :O Segir alltaf réttu orðin… * Intuitive understanding of how things work, multiple acquired abilities* Eru hans kraftar… Einnig er hægt að sjá flest alla kraftana hans á http://en.wikipedia.org/wiki/Sylar#Powers.2C_abilities_and_skills. Fate unknown.

Candice Wilmer: Primtech employee. “Illusionist” myndi ég kalla hana þar sem að kraftar hennar eru *Illusion casting*. Hún getur stjórnað því hvað maður sér… Eitthvað hræðilegt eða eitthvað skemmtilegt. Fate unknown.

Meredith Gordon: Móðir Claire Bennets, *Pyrokentic Abilities*… Hún getur stjórnað eld, búið hann til en örugglega ekki eytt honum :D

Kaito Nakamura: Faðir Hiros og kemur við í sögu í þáttunum eftirfarandi: The Fix, Distractions, Company Man og Landslide svo ég viti… Kannski fleiri… Ekki ert vitað um neina krafta sem hann hefur en sumt fólk heldur því fram að hann sé Takezo Kensei (Takezo Keinsei hefur ekki mikið komið til sögu, eða ekki persónan sjálf… Eina sem er vitað um hann er að hann var mikil stríðsmaður sem barðist fyrir konu sem hann elskaði).

Molly Walker: Hana myndi ég kalla “The Finder” Hún þarf bara að hugsa um fólk og þannig finnur hún þau… Matt Parkman og Molly hafa smá tengsli þar sem að Matt bjargaði henni frá Sylar (Eða það segir hún) og hann ætlar að passa að ekkert skei fyrir hana, en það er einn persóna í heiminum sem hún getur ekki fundið og það er persóna sem hefur ekki enn komið fram en mun gera það og á að vera verri og hræðilegri en Sylar.

Sanjog Iyer: Þessi strákur var eitt af fyrstu tilraunum Chandra Sureshs… Hann hefur þann hæfileika að fara inní drauma fólks og er einhvern veginn „leiðbeinandi“ þeirra þar… Það var hann sem sýndi Mohinder að Sylar drap pabba hans. Hann hefur ekki komið mikið við sögu en kannski að við fáum að sjá meira af honum… Hver veit? :O

Shanti Suresh: Þetta er fyrsta barn Chandras og dána systir hans Mohinder… Hún átti víst að vera með einhvern hæfileika en með honum fylgdi vírus sem drap hana áður en Mohinder (lækningin við vírusinum ) fæddist eða varð til :D Hún er ástæðan fyrir því að Chandra byrjaði að leita að þessu fólki og ástæðan fyrir Heroes. Deceased.Þá er nú slatti af fólki sem við höfum kynnst í gegnum fyrsti seríu af Heroes komin :O En núna ætla ég að nefna svona aðalpersónunar(sem eru með krafta) sem Sylar hefur drepið og tekið krafta þeirra:

Brian Davis: Telekenetic Abilities
David: Hef ekki hugmynd um þennan er enþá að leita, sagt hefur verið að hann drap hann í “Turning Point” þættinum og að þessi David hafi haft einhverja krafta.
James Walker: Abilites Unkown (Frostkentic Abilities) sumir halda
Unnamed victim from Barstow: Minnst er á hann í þættinum “Dont Look Back” af Audrey Hanson (FBI Agent). Unkown Abilities
Charlie Andrews: Memorizing Abilitie
Zane Taylor: Molecular Manipulation
Dale Smither: Super Hearing Abilities
Isaac Mendez: Precognition in trance-like state eins og sagt hefur verið áður :D
Ted Sprague: Radiation manipulation eins og hefur líka verið sagt áður :D

Ég vil biðjast afsökunar á öllum innsláttarvillum, stafsetningarvillum og málfræðivillum og segja það að ég skrifaði þetta sjálfur með hjálpa frá wikipedia.com :D